Yngstur í sögunni til að verða bestur í heimi: „Erfitt að tala núna“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 08:01 Carlos Alcaraz fagnar stigi í sigrinum gegn Casper Ruud. AP/Charles Krupa Spánverjinn Carlos Alcaraz átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann vann risamót í tennis í fyrsta sinn á ferlinum, og komst þar með á topp heimslistans, með því að vinna US Open í gær. Alcaraz er aðeins 19 ára og fjögurra mánaða gamall og er þar með sá yngsti í sögunni til að komast á topp heimslistans í tennis. Alcaraz vann Norðmanninn Casper Ruud í úrslitaeinvíginu eftir hörkuleik; 6-4, 2-6, 7-6, 6-3 en báðir áttu möguleika á að vinna risamót í fyrsta sinn og að komast á topp heimslistans. The dream becomes reality.@carlosalcaraz is a Grand Slam champion. pic.twitter.com/sPFaAiVFNR— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2022 Alcaraz, sem var í 141. sæti heimslistans í byrjun síðasta árs, er sá yngsti til að vinna risamót frá því að Rafael Nadal vann Opna franska mótið árið 2005. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var smástrákur, að verða efstur á heimslista og vinna risamót. Það er erfitt að tala núna, með allar þessar tilfinningar flæðandi,“ sagði Alcaraz eftir sigurinn. Hann er fyrsti táningurinn sem kemst á topp heimslistans í tennis en Ástralinn Lleyton Hewitt, sem vann US Open árið 2001, var áður sá yngsti til að komast á toppinn frá því að heimslistinn var fyrst birtur árið 1973. Swiatek styrkti stöðu sína á toppnum Sú efsta á heimslista kvenna, hin pólska Iga Swiatek, vann Ons Jabeur frá Túnis í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á US Open um helgina, 6-2 og 7-6. Swiatek vann einnig Opna franska mótið á þessu ári og er fyrsta konan frá árinu 2016 til að vinna tvö risamót á sama ári, og alls hefur þessi 21 árs gamla tennisstjarna núna unnið þrjú risamót á ferlinum. Tennis Spánn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Alcaraz er aðeins 19 ára og fjögurra mánaða gamall og er þar með sá yngsti í sögunni til að komast á topp heimslistans í tennis. Alcaraz vann Norðmanninn Casper Ruud í úrslitaeinvíginu eftir hörkuleik; 6-4, 2-6, 7-6, 6-3 en báðir áttu möguleika á að vinna risamót í fyrsta sinn og að komast á topp heimslistans. The dream becomes reality.@carlosalcaraz is a Grand Slam champion. pic.twitter.com/sPFaAiVFNR— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2022 Alcaraz, sem var í 141. sæti heimslistans í byrjun síðasta árs, er sá yngsti til að vinna risamót frá því að Rafael Nadal vann Opna franska mótið árið 2005. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var smástrákur, að verða efstur á heimslista og vinna risamót. Það er erfitt að tala núna, með allar þessar tilfinningar flæðandi,“ sagði Alcaraz eftir sigurinn. Hann er fyrsti táningurinn sem kemst á topp heimslistans í tennis en Ástralinn Lleyton Hewitt, sem vann US Open árið 2001, var áður sá yngsti til að komast á toppinn frá því að heimslistinn var fyrst birtur árið 1973. Swiatek styrkti stöðu sína á toppnum Sú efsta á heimslista kvenna, hin pólska Iga Swiatek, vann Ons Jabeur frá Túnis í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á US Open um helgina, 6-2 og 7-6. Swiatek vann einnig Opna franska mótið á þessu ári og er fyrsta konan frá árinu 2016 til að vinna tvö risamót á sama ári, og alls hefur þessi 21 árs gamla tennisstjarna núna unnið þrjú risamót á ferlinum.
Tennis Spánn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira