Theodór Elmar: Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða Sverrir Mar Smárason skrifar 11. september 2022 16:58 Theodór Elmar Bjarnason átti góðan leik í liði KR í dag. Vísir/Hulda Margrét KR vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í dag og tryggði sig þar með í efri hluta umspilið. Theodór Elmar átti góðan leik í liði KR og segir sigurinn mikilvægan fyrir félagið. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum. Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sjá meira
„Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum.
Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sjá meira
Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14