Sport

„Mér fannst fullkomlega löglegt mark tekið af okkur“

Andri Már Eggertsson skrifar
Sigurður Ragnar var svekktur eftir 0-3 tap
Sigurður Ragnar var svekktur eftir 0-3 tap Vísir/Hulda Margrét

Keflavík tapaði gegn Víkingi Reykjavík 0-3. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar óánægður með dómara leiksins sem tók mark af Keflavík.

„Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti góð. Við fengum á okkur ódýr mörk og mér fannst Víkingur fá lítið af færum. Mér fannst tekið af okkur löglegt mark sem hafði mikil áhrif á leikinn. Mér fannst baráttan í liðinu góð og mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir leik.

Adam Árni Róbertsson skoraði beint úr hornspyrnu en brotið var á Ingvari Jónssyni, markverði Víkings, að mati dómarans og markið fékk ekki að standa.

„Ég hef séð atvikið og mér fannst þetta fullkomlega löglegt mark og ég leyfi mér að hafa þá skoðun og svo geta aðrir dæmt um það. Við vorum einu marki undir á þessu augnabliki og það hefði gefið okkur mikið að jafna leikinn.“ 

„Við töpuðum leiknum 0-3 og við hefðum þurft að gera betur í fleiri atvikum en þarna fannst mér tekið af okkur löglegt mark.“

Þrátt fyrir að Keflavík hafi ekki tekist að skora þremur mörkum undir var Sigurður ánægður með síðari hálfleik.

„Ég var ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég man ekki eftir því að Víkingur hafi fengið færi en það var erfitt að brjóta þá en mér fannst við spila vel og baráttan var góð,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×