Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 9. september 2022 16:03 Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. Ég held að kröfurnar hafi yfirleitt ekki verið birtar í smáatriðum, þótt launakröfur hafi sums staðar komið fram. Launin eru vissulega mikilvæg, en ýmislegt fleira getur þó bætt hag launafólks, t.d. íslenskukunnátta sem ég hef ekki frétt til að minnst sé á í kröfum stéttarfélaga sem væri þó full ástæða til, í ljósi mikils fjölda erlends starfsfólks á vinnumarkaði. 53% félagsmanna í næststærsta stéttarfélaginu, Eflingu, eru nú þegar af erlendum uppruna og því er spáð að erlent starfsfólk verði orðið allt að helmingur vinnuaflsins fyrir miðja öldina. Það liggur fyrir að ef íslenska á að halda stöðu sinni sem aðaltungumál landsins við þessar aðstæður þarf að gera stórátak í að kenna þeim sem hingað koma málið. Þar þurfum við öll að leggjast á eitt – stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og fólkið sjálft. Íslenskukunnátta erlends starfsfólks er allra hagur. Atvinnurekendur fá starfsfólk sem getur sinnt fjölbreyttari störfum, fellur betur inn í samfélagið og er líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft verður sveigjanlegra og eykur möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið er úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan blómstrar. Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma. Atvinnurekendur bæru kostnaðinn af þeirri vinnuskerðingu sem af þessu hlytist, en stjórnvöld kæmu á móti með því að sjá til þess að mennta hæfa kennara, greiða fyrir vinnu þeirra og útvega góð kennslugögn. Miðað við nýlegar yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins verður að ætla að kröfum af þessu tagi yrði vel tekið – „við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi“ sagði framkvæmdastjóri Samtakanna nýlega í viðtali. Látum á þetta reyna! Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. Ég held að kröfurnar hafi yfirleitt ekki verið birtar í smáatriðum, þótt launakröfur hafi sums staðar komið fram. Launin eru vissulega mikilvæg, en ýmislegt fleira getur þó bætt hag launafólks, t.d. íslenskukunnátta sem ég hef ekki frétt til að minnst sé á í kröfum stéttarfélaga sem væri þó full ástæða til, í ljósi mikils fjölda erlends starfsfólks á vinnumarkaði. 53% félagsmanna í næststærsta stéttarfélaginu, Eflingu, eru nú þegar af erlendum uppruna og því er spáð að erlent starfsfólk verði orðið allt að helmingur vinnuaflsins fyrir miðja öldina. Það liggur fyrir að ef íslenska á að halda stöðu sinni sem aðaltungumál landsins við þessar aðstæður þarf að gera stórátak í að kenna þeim sem hingað koma málið. Þar þurfum við öll að leggjast á eitt – stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og fólkið sjálft. Íslenskukunnátta erlends starfsfólks er allra hagur. Atvinnurekendur fá starfsfólk sem getur sinnt fjölbreyttari störfum, fellur betur inn í samfélagið og er líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft verður sveigjanlegra og eykur möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið er úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan blómstrar. Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma. Atvinnurekendur bæru kostnaðinn af þeirri vinnuskerðingu sem af þessu hlytist, en stjórnvöld kæmu á móti með því að sjá til þess að mennta hæfa kennara, greiða fyrir vinnu þeirra og útvega góð kennslugögn. Miðað við nýlegar yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins verður að ætla að kröfum af þessu tagi yrði vel tekið – „við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi“ sagði framkvæmdastjóri Samtakanna nýlega í viðtali. Látum á þetta reyna! Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar