Íslenska verkalýðshreyfingin. Sýn Sólveigar og raunveruleikinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 16. ágúst 2022 16:01 Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Sjá meira
Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun