Fótbolti

RB Leipzig að landa Werner

Hjörvar Ólafsson skrifar
Timo Werner er á leið til RB Leipzig á nýjan leik. 
Timo Werner er á leið til RB Leipzig á nýjan leik.  Vísir/Getty

Timo Werner mun ganga til liðs við RB Leipzig frá Chelsea í vikunni en þýska félagið mun greiða um það bil 30 milljónir evra fyrir hann.

Werner kom í herbúðir Chelsea frá RB Leipzig fyrir tveimur árum síðan en hann hefur ekki náð að trylla lýðinn á Stamford Bridge og heldur nú aftur heim til Þýskalands.

Á þeim tveimur keppnistímabilum sem þessi 26 ára gamli þýska landsliðsframherji lék með Chelsea skoraði hann 23 mörk í 89 leikjum í öllum keppnum.

Þar af voru fjögur deildarmörk á síðustu leiktðíð en Werner byrjaði einungis 15 leiki í ensku úrvalsdeildinni síðasta vetur. Werner var ekki í leikmannahópi Chelsea þegar liðið vann Everton í fyrstu umferð deildarinnar á þessari leiktíð um síðustu helgi.

RB Leipzig mun svo fá aukinn liðsstyrk í framlínu sína næsta sumar en Benjamin Sesko mun þá færa sig upp á næsta stig inna RB samsteypunnar frá RB Salzburg í RB Leipzig.

Slóvenski sóknarmaðurinn hefur vakið athylgi stórliða fyrir frammistöðu sína með RB Salzburg og slóvenska landsliðinu. Chelsea, Manchester United og PSG sem eru sögð hafa áhuga á honum.

Talið er að Christopher Nkunku muni færa sig  um set frá RB Leipzig til stærra félags næsta sumar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.