Sport

Íslendingarnir í vandræðum í lauginni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þuríður Erla og hinir íslensku keppendurnir voru í vandræðum með fyrstu grein dagsins.
Þuríður Erla og hinir íslensku keppendurnir voru í vandræðum með fyrstu grein dagsins.

Íslensku keppendurnir þrír í einstaklingsgreinum heimsleikanna í Crossfit áttu allir í vandræðum með fyrstu grein dagsins sem fór að mestu fram í sundlaug.

Björgvin Karl Guðmundsson varð í 20. sæti karlamegin en árangur var mældur í kaloríubruna. Hann brenndi 144 kalóríur í greininni.

Rússinn Roman Khrennikov stóð upp úr en hann brenndi 161 kalóríu. Hann er þriðji í heildarkeppninni með 635 stig, 21 stigi á eftir Justin Medeiros sem er annar með 656. Ástralinn Ricky Garard er áfram í forystu með 681 stig en hann varð níundi með 148 kalóríur í greininni.

Björgvin Karl er með 501 stig í áttunda sæti, níu á eftir Samuel Kwant frá Bandaríkjunum.

Í kvennaflokki varð Sólveig Sigurðardóttir í 25. sæti með 115 kalóríur en Þuríður Erla Helgadóttir hafnaði í 27. sæti með 114. Þuríður er í 16. sæti með 471 stig, fimm á undan hinni norsku Jaqcueline Dahlström og 16 stigum á eftir löndu hennar Mathildu Garnes.

Sólveig er í 37. sæti með 202 stig, 16 stigum á eftir Sydney Michalysen frá Kanada.

Tia Toomey er sem fyrr í forystu með 788 stig en hún varð fjórða í greininni með 130 kalóríur. Mallory O'Brien er önnur með 735 stig en þriðja er Emma Lawson með 702 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.