Sport

Bein útsending: Íslendingar á fjórða degi heimsleikanna í CrossFit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þuríður Erla Helgadóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Sólveig Sigurðardóttir keppa í einstaklingskeppninni.
Þuríður Erla Helgadóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Sólveig Sigurðardóttir keppa í einstaklingskeppninni. Instagram/@Crossfitgames

Næstsíðasti dagur heimsleikanna í CrossFit fer fram í Madison í dag en nú kemur í ljós hvaða íþróttafólk nær niðurskurðinum sem verður í lok dags. Aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokadeginum á morgun.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá keppni dagsins en þar er keppt í karla- og kvennaflokki, í liðakeppni og í aldursflokkum. Ísland á flotta þátttakendur á öllum stöðum.

Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlakeppninni en þetta eru hans níundu heimsleikar. Hann er í 8. sæti eftir þrjá keppnisdaga.

Þuríður Erla Helgadóttir keppir í kvennakeppninni en þetta eru hennar sjöundu heimsleikar. Hún er í 12. sæti eftir þrjá keppnisdaga.

Sólveig Sigurðardóttir keppir í kvennakeppninni en þetta eru hennar fyrstu heimsleikar í einstaklingskeppni en þriðju heimsleikarnir samtals. Hún er í 38. sæti eftir þrjá keppnisdaga.

Anníe Mist Þórisdóttir fer fyrir liði CrossFit Reykjavíkur en liðsfélagar hennar eru Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Anníe Mist er að keppa á sínum tólftu heimsleikum. Þau eru í 5. sæti eftir þrjá keppnisdaga.

Ísland á tvo fulltrúa í unglingakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason keppir í flokki 16 til 17 ára pilta og Bergrós Björnsdóttir keppir í flokki 14 til 15 ára stelpna.

Rökkvi Hrafn er í 7. sæti eftir tvo keppnisdaga en Bergrós er í 10. sæti.

Það er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá þriðja keppnisdeginum hér fyrir ofan og neðan.

Keppnin hefst klukkan eitt að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×