Ferðamenn létu sér ekki segjast: „Þú ert hérna líka!“ Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 4. ágúst 2022 21:59 Rolf, Erik, Daniel og Ben slógust í hóp með fjölda Íslendinga og annarra erlendra ferðamanna sem skoðuðu gosið í dag. Vísir Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Meradali frá því að eldgosið hófst í gær og margir heillast að krafti náttúruaflanna. Fréttamaður tók nokkra ferðalanga tali og fékk að heyra hvað þeim finnst um sjónarspilið. „Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.” Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira