Innlent

Ís­land sé leiðandi afl í raf­rænni auð­kenningu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Notkun rafrænna skilríkja í upphafi þessa árs var 96 prósent meðal Íslendinga sem séu 18 ára og eldri.
Notkun rafrænna skilríkja í upphafi þessa árs var 96 prósent meðal Íslendinga sem séu 18 ára og eldri. Getty/Inside Creative House

Ísland lenti í fjórða sæti þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu en könnun á þessu er framkvæmd árlega. Malta lenti í fyrsta sæti en könnunin er framkvæmd meðal aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Albaníu, Noregi, Sviss, Svartfjallalandi, Norður Makedóníu og Tyrklandi.

Stjórnarráðið greinir frá þessum niðurstöðum og segir Ísland hafa hækkað um þrjú sæti í könnuninni á milli ára. Ísland sé talið leiðandi afl þegar kemur að rafrænni auðkenningu en Ísland sé í fyrsta sæti þegar litið sé til rafrænna skilríkja. Vefurinn Ísland.is hafi verið nefndur sérstaklega í skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar.

Til þess að meta stöðu opinberrar stafrænnar þjónustu var litið til hversu þægileg þjónustan er fyrir notendur, gagnsæis, virkjunar tækninnar og afgreiðslu hennar og hversu auðvelt það sé fyrir ríkisborgara stadda erlendis að nýta sér tæknina. Stjórnarráðið segir notkun rafrænna skilríkja í upphafi þessa árs hafa verið 96 prósent meðal Íslendinga sem eru 18 ára og eldri.

Nánar má lesa um skýrsluna hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×