„Fórum að sofa og vöknum um vetur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2022 13:44 Skálaverðir í Drekagili vissu ekki hvaðan sig stóð veðrið í morgun. Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar. Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend
Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira