Dæmdur úr leik á HM í frjálsum en reynir nú fyrir sér í NFL-deildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júlí 2022 18:31 Devon Allen hefur lagt hlaupaskóna á hilluna og tekið takkaskóna fram. Steph Chambers/Getty Images Devon Allen er 27 ára fyrrverandi spretthlaupari sem á þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi. Hann hefur hins vegar skipt um grein og reynir nú fyrir sér hjá liði í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum var Allen búinn að ákveða að það yrði hans seinasta keppni í grindahlaupi. Hann flaug í gegnum undanriðlana og ætlaði sér stóra hluti í úrslitahlaupinu. Hann var fékk hins vegar ekki að hlaupa úrslitahlaupið þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir að þjófstarta, ef þjófstart má kalla, eins og lesa má um í greininni hér fyrir neðan. Þessi bandaríski fyrrum spretthlaupari ætlar nú að reyna fyrir sér í NFL-deildinni. Hann æfir nú með Philadelphia Eagles í von um að komast í liðið fyrir tímabilið sem hefst þann 8. september. Allen er enginn byrjandi í íþróttinni því hann lék amerískan fótbolta í háskóla. Hann mætti á svokallaðan „Pro day“ í vor þar sem liðum gefst tækifæri á að skoða vongóða leikmenn sem vonast til að komast í lið. Eftir að Allen hljóp 40 metra sprett á 4,35 sekúndum bauð Philadelphia Eagles honum þriggja ára samning sem hann svo skrifaði undir. Philadelphia-liðið gæti því verið komið með ágætis leynivopn í vopnabúr sitt - spretthlaupara sem þrisvar sinnum hefur orðið landsmeistari og hefur í tvígang tekið þátt á Ólympíuleikunum. Tími hans í amerískum fótbolta í háskóla var heldur ekki slæmur. Sem útherji greip Allen 41 sendingu fyrir 684 jördum á sínu fyrsta ári. NFL Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum var Allen búinn að ákveða að það yrði hans seinasta keppni í grindahlaupi. Hann flaug í gegnum undanriðlana og ætlaði sér stóra hluti í úrslitahlaupinu. Hann var fékk hins vegar ekki að hlaupa úrslitahlaupið þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir að þjófstarta, ef þjófstart má kalla, eins og lesa má um í greininni hér fyrir neðan. Þessi bandaríski fyrrum spretthlaupari ætlar nú að reyna fyrir sér í NFL-deildinni. Hann æfir nú með Philadelphia Eagles í von um að komast í liðið fyrir tímabilið sem hefst þann 8. september. Allen er enginn byrjandi í íþróttinni því hann lék amerískan fótbolta í háskóla. Hann mætti á svokallaðan „Pro day“ í vor þar sem liðum gefst tækifæri á að skoða vongóða leikmenn sem vonast til að komast í lið. Eftir að Allen hljóp 40 metra sprett á 4,35 sekúndum bauð Philadelphia Eagles honum þriggja ára samning sem hann svo skrifaði undir. Philadelphia-liðið gæti því verið komið með ágætis leynivopn í vopnabúr sitt - spretthlaupara sem þrisvar sinnum hefur orðið landsmeistari og hefur í tvígang tekið þátt á Ólympíuleikunum. Tími hans í amerískum fótbolta í háskóla var heldur ekki slæmur. Sem útherji greip Allen 41 sendingu fyrir 684 jördum á sínu fyrsta ári.
NFL Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira