Tónlist

Þjóðhátíðarstemning á Íslenska listanum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Klara Elias og Halldór Gunnar að flytja Eyjanótt í órafmögnuðum búning.
Klara Elias og Halldór Gunnar að flytja Eyjanótt í órafmögnuðum búning. Hafþór Karlsson

Af efstu fimm lögum Íslenska listans í þessari viku eru fjögur íslensk. Klara situr staðföst á toppi listans með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og má með sanni segja að Þjóðhátíðarstemningin sé að ná algjöru hámarki um helgina.

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa þriðja sæti með lagið Dansa, DJ Muscleboy situr í fjórða sæti með danslagið Rave Never Dies og Gummi Tóta er í sumarfíling í fimmta sæti með lagið Íslenska sumarið.

Harry Styles skipar annað sæti með lagið Late Night Talking af plötunni Harry’s House en lagið hefur hægt og rólega hækkað sig upp listann á undanförnum vikum. Þá situr Júlí Heiðar í sjöunda sæti listans með ástarlagið Alltaf Þú og Beyoncé er komin upp í áttunda sæti með nýjasta smellinn sinn Break My Soul af nýútgefinni plötu RENAISSANCE.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.

Íslenski listinn í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Íslenska sumarið nálgast toppinn

Tónlistarmaðurinn Gummi Tóta skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið sitt Íslenska sumarið. Söngkonan Klara Elias situr staðföst í fyrsta sætinu með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa annað sæti með lagið Dansa. Því eru efstu þrjú lög vikunnar íslensk.

Klara í fyrsta sæti íslenska listans

Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×