Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2022 19:00 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“ Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“
Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira