Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 16:49 Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, býður Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, velkominn til starfa. Rangárþing ytra Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“ Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“
Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira