Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 18:33 Með stuttu millibili hafa þrír einstaklingar skráð sig til heimilis heima hjá Þóri Kjartanssyni, án hans leyfis. Hann kallar eftir breytingum hjá Þjóðskrá. Aðsend Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“ Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þórir Kjartansson hefur þrisvar á skömmum tíma fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem honum er tilkynnt um það að einhver hafi skráð sig til heimilis hjá honum. Til að fá það leiðrétt þarf Þórir sjálfur að senda erindi til Þjóðskrár þess efnis að aðilinn búi ekki þar. Ekki einsdæmi „Manni finnst þetta ætti að vera öfugt. Ef einhver ætlar að skrá heimilisfang sitt þá sé þinglýstur eigandi hússins spurður hvort það sé rétt. Hvort þessi aðili megi skrá sig þar,“ segir Þórir í samtali við fréttastofu. Hann segir hans mál ekki vera einsdæmi en fleiri í Vík hafa lent í svipuðu. Oftar en ekki er þetta erlent fólk sem komið er til Víkur til að starfa í ferðaþjónustunni sem skráir sig á vitlaust heimilisfang. „Ég var atvinnurekandi lengi og þegar ég var með erlent starfsfólk man ég ekki betur en að ég útvegaði því íverustað og skráði lögheimili þeirra á þann stað. Ég hélt að atvinnurekendur sæju um þetta fyrir fólkið. Þetta eru yfirleitt einhver mistök í gangi. En þetta er svona vitlaust kerfi að það getur bara hver sem er skráð heimilisfangið sitt hjá einhverjum óviðkomandi húseigenda,“ segir Þórir. Hafa velt breytingum fyrir sér Soffía Svanhildar Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Þjóðskrár, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn hafi velt fyrir sér að breyta reglunum. „Við höfum alveg velt því fyrir okkur að það þurfi að liggja fyrir staðfesting fráþinglýstum eigenda. En þetta eru bara langalgengustu skráningarnar í Þjóðskrá þannig það þarf stundum að vega og meta umfangsmuninn á því að fá staðfestingu fyrir eða eftir skráninguna,“ segir Soffía. Lögunum var nýlega breytt en áður fyrr fengu eigendur eigna ekki einu sinni senda tilkynningu um að einhver hefði skráð sig til heimilis hjá sér. Soffía segir að málum sem þessum hefur fjölgað eftir að eigendur fóru að fá sent að einhver væri skráður til heimilis hjá þeim. Þeir sem senda inn ranga skráningu fá þó tækifæri til að leiðrétta sig. „Þegar einstaklingur skráir sig á vitlaust heimilisfang fær hann tækifæri til þess að leiðrétta skráninguna, annars fær hann skráninguna „ótilgreint heimilisfang“. Mál sem þessi séu þó oft auðleysanleg og oftar en ekki um misskilning að ræða.“
Mýrdalshreppur Stjórnsýsla Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira