Lífið

Car­los Santana hneig niður á tón­leikum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Santana hefur alls hlotið tíu Grammy-verðlaun á ferli sínum.
Santana hefur alls hlotið tíu Grammy-verðlaun á ferli sínum. Getty/Scott Legato

Gítargoðsögnin Carlos Santana hneig niður á tónleikum sínum í Detroit í gær. Að sögn umboðsmanns hans er líðan hans góð núna.

Í Facebook-færslu sem Santana birti í nótt segir hann að hann hafi gleymt að drekka vatn og borða fyrir tónleikana. Því hafi hann fengi aðsvif.

Hljómsveit Santana, sem heitir eftir gítarleikaranum, hefur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin seinustu daga en í kvöld áttu næstu tónleikar að fara fram í Pennsylvaníu-ríki. Þeim hefur verið frestað svo gítarleikarinn geti jafnað sig almennilega.

Santana er orðinn 74 ára gamall en hljómsveit hans var gífurlega vinsæl á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Meðal vinsælla laga eru lögin Smooth, Maria Maria og Oye Como Va.

Árið 1998 var hann tekinn inn í frægðarhöll rokksins (Rock and Roll Hall of Fame) og árið 2015 sagði Rolling Stone tímaritið hann vera í tuttugasta sæti yfir bestu gítarleikara sögunnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.