Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 13:46 Mynd af vettvangi sýnir vopnaðan mann inni í Field's-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. MAHDI AL WAZNI Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18
Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“