Sport

Norski heimsmeistarinn í skák ætlar nú að keppa á HM í póker

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlsen varð síðast heimsmestari í desember síðastliðnum eftir sigur á Rússanum Ian Nepomniachtchi
Carlsen varð síðast heimsmestari í desember síðastliðnum eftir sigur á Rússanum Ian Nepomniachtchi Getty/Dean Mouhtaropoulos

Magnus Carlsen er á leiðinni til Las Vegas en ekki þó til að keppa í skák.

Carlsen verður meðal þátttakenda í HM í póker. Þetta mót er reyndar bara ígildi heimsmeistaramóts en það kallast „World Series of Poker“.

Hinn 31 árs gamli Carlsen er ríkjandi heimsmeistari í skák og hefur unnið þann titil fimm sinnum á ferlinum.

„Það verður áhugavert að prófa þetta einu sinni á ævinni. Spila á HM. Ég vonast til að vinna mér inn væna upphæð,“ Magnus Carlsen við Verdens Gang.

Carlsen setur þó ekki pressuna á sig að verða heimsmeistari en bendir á það að það sé ekki alltaf sá besti sem vinnur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.