Bergmál úr fortíðinni Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. júní 2022 08:01 Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar