Bergmál úr fortíðinni Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. júní 2022 08:01 Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Rússland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi. Íslendingar hafa sent skýr skilaboð um að við stöndum með Austur-Evrópuþjóðum sem hafa hallað sér að Vesturlöndum og stutt við málstað þeirra með öllum tiltækum ráðum. Síðastliðinn mánudag ritaði fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, hins vegar grein í Morgunblaðið þar sem kvað að hluta við gamalkunnan tón. Þar kennir hann m.a. „viðskiptabann[i] Vesturlanda gegn Rússlandi og tundurduflagirðing[um] Úkraínumanna“ um yfirvofandi hungursneyð vegna skorts á matvælum. Um samskipti Rússa við nágrannalöndin vísar greinarhöfundur til þess að þau hafi „löngum verið hluti af flókinni sögu og ættu því átök á þessum slóðum ekki að koma mönnum í opna skjöldu.“ Honum virðist þykja það umræðuhæf og gerleg „fórn“ að Úkraínumenn gefi eftir héruð í austurhluta Úkraínu auk Krímskaga, enda njóti slík niðurstaða „stuðnings hluta íbúa þessara svæða“ og væri til þess fallin að „koma á friðarsamningi við Rússland.“ – Hvað dugði Hitler í friðarkaupasamningum? Pútín hefur sjálfur nefnt þau lönd sem hann telur tilheyra Rússlandi. Trúir Hjörleifur ekki Pútín? Hvaða erindi átti setningin „Þar við bætist það mat margra sérfróðra á viðskiptalífi Úkraínu, að leitun sé að spilltara efnahagskerfi en þarlendis.“ Það er alkunna að spilling í Úkraínu hefur farið hratt minnkandi undir núverandi stjórn og Rússland er t.a.m. mun spilltara land en Úkraína, sbr. m.a. lista Transparency International. Svona skrif er því ekki hægt að láta óátalin. Eftir innlimun Rússlands á Krímskaga 2014 voru svona viðhorf og meðvirkni með Pútín útbreiddari en þau eru í dag. Leiðtogar helstu forysturíkja ESB gerðust m.a. sekir um alvarlegan dómgreindarbrest með samskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld þannig að Evrópu varð háð Rússum. Aðgerðir Pútíns síðan þá, heimsvaldagræðgi hans og grimmd, hafa í það minnsta hreyft við flestum frjálshuga mönnum sem sjá að það eina sem stöðvar Pútín er hervald og öflugur fælingarmáttur. Þeir átta sig á því að aftur er árið 1938 í Evrópu og skella ekki við skollaeyrum. Og loka ekki augunum fyrir því að árið 1939 gæti endurtekið sig. Hjörleifur ætti að líta til sögunnar. Samstaða Vesturlanda og sú staðreynd að enn fjölgar í hópi þeirra ríkja sem velja vestrænt lýðræði og mannréttindi umfram sósíalismann er e.t.v. enn of stór biti fyrir einhverja að kyngja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar