Sport

Guðni Valur rétt marði sigur og Erna Sól­ey vann með yfir­burðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðni Valur Guðnason var langt frá sínu besta í dag en vann samt.
Guðni Valur Guðnason var langt frá sínu besta í dag en vann samt. Getty/Patrick Smith

Íslandsmethafinn í kringlukasti, Guðni Valur Guðnason úr ÍR, rétt marði sigur í kringlukasti karla á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Þá sigraði Íslandsmethafinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi kvenna.

Veðuraðstæður voru ekki eins og best verður á kosið í Kaplakrika í dag þar sem mótið fór fram en mikill vindur hafði áhrif á keppendur, suma meira en aðra. Guðni Valur hrósaði á endanum sigri en hann kastaði lengst 55,96 metra.

Mímir Sigurðsson úr FH var ekki langt frá en hann kastaði 55,63 metra, aðeins 34 sentímetrum frá því að skáka Guðna Val. Í 3. sæti var svo Ingvi Karl Jónsson en hann kastaði 44,69 metra.

Guðni Valur á Íslandsmetið í kringlukasti en hann hefur lengst kastað 69,35 metra.

Í kúluvarpi kvenna var sigraði Erna Sóley úr ÍR. Hún kastaði lengst 16,54 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH var önnur með kast upp á 11,71 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir, einnig úr FH, var þriðja.

Erna Sóley sigraði með yfirburðum.FRÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×