Sport

Snæ­fríður Sól vann riðilinn en komst ekki á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfríður Sól í lauginni.
Snæfríður Sól í lauginni. Simone Castrovillari

Snæfríður Sól Jórunnardóttir vann sinn riðil í 100 metra skriðsundi á HM í sundi sem nú fer fram í Ungverjalandi. Tími hennar var hins vegar ekki nægilega góður til að komast áfram.

Snæfríður Sól er nú stödd í Búdapest í Ungverjalandi þar sem HM í sundi í 50 metra laug fer fram. Hún keppti í morgun í 100 metra skriðsundi og bar af í sínum riðli. Synti Snæfríður Sól á 56,31 sekúndu sem dugði til sigurs í hennar riðli en ekki til að komast áfram.

Snæfríður Sól endaði í 26. sæti af 49 keppendum en 16 fara áfram. Til að komast áfram hefði Snæfríður Sól þurft að synda á tímanum 54,56. Tími Snæfríðar í dag var hennar besti á tímabilinu og jöfnun á öðrum besta tíma hennar frá upphafi.

Hún hefur nú lokið leik í Búdapest en hefur þegar undirbúning fyrir Evrópumeistaramótið í 50 metra laug sem hefst 11. ágúst í Róm á Ítalíu.

Snæfríður Sól fyrir sund dagsins.Simone Castrovillari
Snæfríður Sól stingur sér til sunds.Simone Castrovillari


Tengdar fréttir

Snæ­fríður Sól ekki langt frá því að komast á­fram

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir endaði í 20. sæti af 41 keppenda í 200 metra skriðsundi á HM í sundi sem fram fer í Búdapest. Sextán keppendur fóru áfram en Snæfríður Sól var rétt tæplega tveimur sekúndum frá því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×