Nýtt kjörtímabil hafið og baráttan heldur áfram Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. júní 2022 17:31 Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn. Baráttumálin okkar lúta að því að bæta þjónustu, aðstæður og líf þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Í borginni eru margir viðkvæmir hópar sem hafa orðið út undan, sem hafa ekki verið settir ofarlega í forgangsröðun síðasta meirihluta. Biðlistar hafa verið tíðræddir hjá Flokki fólksins. Frá kosningum hafa biðlistar barna eftir fagfólki skóla lengst um 200 börn. Á listanum eru nú 2011 börn en þar voru um 400 börn árið 2018. Ekki sjást enn nein alvöru merki þess að taka eigi á þessu stóra og vaxandi vandamáli. Aðeins 140 milljónir hafa verið veittar í málaflokkinn á tveimur árum sem enn eru ekki fullnýttar. Því er borið við að erfitt er að ráða sálfræðinga. Það liggur í augum uppi að finna þarf leiðir til að laða sálfræðinga til að starfa hjá borginni. Svo mikið er víst að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi. Fátækt og vanlíðan Fátækt hefur aukist og samhliða versnandi stöðu hjá mörgum fjölskyldum eykst vanlíðan og kvíði. Flokkur fólksins vill að borgin beiti sér sérstaklega í þágu hinna verst settu til að auka megi jöfnuð. Á fundi borgarstjórnar í dag, 21. 6. leggur Flokkur fólksins fram tillögu um að veita lágtekjuheimilum sértæka aðstoð vegna gjalda tengdum börnum. Lagt er til aðskipaður verði starfshópur sérfræðinga frá skóla- og frístundasviði og velferðarsviði sem verði falið að kanna hvernig skuli útfæra slíkt styrktarúrræði. Tekjulágir foreldrar eiga einnig að fá styrk til að greiða fyrir daggæslu barns í heimahúsum, leikskólavistun og frístundaheimili, sumardvöl og þátttöku barns í þroskandi félags- og tómstundastarfi. Það verður að ná til fátækustu barnafjölskyldnanna og sem flestra barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að standa straum af kostnaði í tengslum við börn sín. Jöfn tækifæri allra barna Afar mikilvægt er að tryggja að öll börn sitji við sama borð og að hafi jöfn tækifæri án tillits til efnahags foreldra. Það er samfélagsleg skylda okkar að aðstoða foreldra sem eiga erfitt með að greiða gjöld vegna þjónustu við börn þeirra. Eins og staðan er í dag erum við aðeins að hjálpa litlum hluta af þessum börnum í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá mars sl. fá sum þessara barna gjaldfrjálsa máltíð eða 262 börn en aðeins 166 fá ókeypis leikskóladvöl og 118 ókeypis í frístundir. Ekki er mikið vitað um aðstæður þeirra tæplega 2000 barna undir 18 ára sem búa við fátækt eða eru í hættu á að líða fyrir fátækt. Ganga þarf lengra og gera betur. Um er að ræða börn fátækustu foreldra borgarinnar, börn einstæðra foreldra, börn foreldra sem eru atvinnulausir, börn foreldra sem eru öryrkjar eða glíma við veikindi. Þessum foreldrum þarf að hjálpa þannig að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gjöldum sem tengjast umönnun og menntun barna sinna enda iðulega ekki mikið eftir af tekjum þegar búið er að greiða húsnæðiskostnað. Sálfræðingar út í skólana Flokkur fólksins hefur barist fyrir því allt kjörtímabilið að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum frekar en í þjónustumiðstöðvum. Það fyrirkomulag er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Kostnaður vegna ferða sálfræðinga út í skóla er um 3 milljónir á ári. Gera má því skóna að hafi sálfræðingar aðsetur í skólum munu geti þeir leyst verkefni sín með skilvirkari hætti og tíma þeirra verði betur varið. Það liggur í augum uppi að skólasálfræðingar eiga að starfa þar sem viðfang og verkefni þeirra eru, þar sem þeir geta verið til taks og sinnt ráðgjöf samhliða viðtölum og greiningum. Því er ekkert að vanbúnaði að taka strax þá ákvörðun að sálfræðingar flytji aðstöðu sína út í þá skóla sem hafa aðstöðu fyrir skólasálfræðinginn. Enginn kostnaður hlýst þar af og gæti flutningurinn átt sér stað nú þegar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn. Baráttumálin okkar lúta að því að bæta þjónustu, aðstæður og líf þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Í borginni eru margir viðkvæmir hópar sem hafa orðið út undan, sem hafa ekki verið settir ofarlega í forgangsröðun síðasta meirihluta. Biðlistar hafa verið tíðræddir hjá Flokki fólksins. Frá kosningum hafa biðlistar barna eftir fagfólki skóla lengst um 200 börn. Á listanum eru nú 2011 börn en þar voru um 400 börn árið 2018. Ekki sjást enn nein alvöru merki þess að taka eigi á þessu stóra og vaxandi vandamáli. Aðeins 140 milljónir hafa verið veittar í málaflokkinn á tveimur árum sem enn eru ekki fullnýttar. Því er borið við að erfitt er að ráða sálfræðinga. Það liggur í augum uppi að finna þarf leiðir til að laða sálfræðinga til að starfa hjá borginni. Svo mikið er víst að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi. Fátækt og vanlíðan Fátækt hefur aukist og samhliða versnandi stöðu hjá mörgum fjölskyldum eykst vanlíðan og kvíði. Flokkur fólksins vill að borgin beiti sér sérstaklega í þágu hinna verst settu til að auka megi jöfnuð. Á fundi borgarstjórnar í dag, 21. 6. leggur Flokkur fólksins fram tillögu um að veita lágtekjuheimilum sértæka aðstoð vegna gjalda tengdum börnum. Lagt er til aðskipaður verði starfshópur sérfræðinga frá skóla- og frístundasviði og velferðarsviði sem verði falið að kanna hvernig skuli útfæra slíkt styrktarúrræði. Tekjulágir foreldrar eiga einnig að fá styrk til að greiða fyrir daggæslu barns í heimahúsum, leikskólavistun og frístundaheimili, sumardvöl og þátttöku barns í þroskandi félags- og tómstundastarfi. Það verður að ná til fátækustu barnafjölskyldnanna og sem flestra barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að standa straum af kostnaði í tengslum við börn sín. Jöfn tækifæri allra barna Afar mikilvægt er að tryggja að öll börn sitji við sama borð og að hafi jöfn tækifæri án tillits til efnahags foreldra. Það er samfélagsleg skylda okkar að aðstoða foreldra sem eiga erfitt með að greiða gjöld vegna þjónustu við börn þeirra. Eins og staðan er í dag erum við aðeins að hjálpa litlum hluta af þessum börnum í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá mars sl. fá sum þessara barna gjaldfrjálsa máltíð eða 262 börn en aðeins 166 fá ókeypis leikskóladvöl og 118 ókeypis í frístundir. Ekki er mikið vitað um aðstæður þeirra tæplega 2000 barna undir 18 ára sem búa við fátækt eða eru í hættu á að líða fyrir fátækt. Ganga þarf lengra og gera betur. Um er að ræða börn fátækustu foreldra borgarinnar, börn einstæðra foreldra, börn foreldra sem eru atvinnulausir, börn foreldra sem eru öryrkjar eða glíma við veikindi. Þessum foreldrum þarf að hjálpa þannig að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gjöldum sem tengjast umönnun og menntun barna sinna enda iðulega ekki mikið eftir af tekjum þegar búið er að greiða húsnæðiskostnað. Sálfræðingar út í skólana Flokkur fólksins hefur barist fyrir því allt kjörtímabilið að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum frekar en í þjónustumiðstöðvum. Það fyrirkomulag er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Kostnaður vegna ferða sálfræðinga út í skóla er um 3 milljónir á ári. Gera má því skóna að hafi sálfræðingar aðsetur í skólum munu geti þeir leyst verkefni sín með skilvirkari hætti og tíma þeirra verði betur varið. Það liggur í augum uppi að skólasálfræðingar eiga að starfa þar sem viðfang og verkefni þeirra eru, þar sem þeir geta verið til taks og sinnt ráðgjöf samhliða viðtölum og greiningum. Því er ekkert að vanbúnaði að taka strax þá ákvörðun að sálfræðingar flytji aðstöðu sína út í þá skóla sem hafa aðstöðu fyrir skólasálfræðinginn. Enginn kostnaður hlýst þar af og gæti flutningurinn átt sér stað nú þegar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar