Erlent

Uffe Ellemann-Jensen látinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Uffe Ellemann-Jensen fyrir kosningarnar árið 1998.
Uffe Ellemann-Jensen fyrir kosningarnar árið 1998. Getty/Sygma/Francis Dean

Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, er látinn. Hann átti lengi í baráttu við krabbamein og var áttræður þegar hann lést.

Jakob Ellemann-Jensen, sonur Uffe, greinir frá þessu á Facebook en faðir hans var lagður inn á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn á mánudag.

Danska ríkisútvarpið greinir frá því að börnin hans Jakob Ellemann-Jensen, núverandi formaður Venstre og þingkonan Karen Ellemann hafi yfirgefið Folkemødet-stjórnmálafundinn í Borgundarhólmi á fimmtudag og vísað til þess að heilsu föður þeirra hafi hrakað.

Uffe Ellemann-Jensen var utanríkisráðherra Dana á árunum 1982 til 1993 og formaður Venstre frá 1984 til 1998.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.