Minnti alla á af hverju hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 12:30 Andrew Wiggins kom, sá og sigraði í nótt. Jed Jacobsohn/Getty Images Það má segja að hetja Golden State Warriors gegn Boston Celtics í nótt hafi í senn verið óvænt en samt ekki. Andrew Wiggins steig upp og sá til þess að Stríðsmennirnir eru nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér NBA meistaratitilinn. Hinn 27 ára gamli Wiggins var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2014. Cleveland Cavaliers völdu hann en skiptu honum strax til Minnesota Timberwolves. Þar var hann hluti af liði sem var ekki beint líklegt til afreka en hann var samt valinn nýlið ársins. Þegar Wiggins skipti svo yfir til Golden State árið 2020 var liðið í ákveðinni niðursveiflu eftir frábær ár þar á undan. Wiggins hefur hins vegar blómstrað í vetur, var valinn í stjörnuleikinn og er nú stór ástæða þess að Golden State er einum sigri frá því að endurheimta titilinn sem liðið vann þrisvar frá 2015 til 2018. Hann var allt í öllu er Stríðsmennirnir unnu tíu stiga sigur á Boston Celtics í nótt 104-94. Þar af skoraði Wiggins 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Andrew Wiggins hammers it home! Q4 on ABC pic.twitter.com/wvxfUxT8Zs— NBA (@NBA) June 14, 2022 Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega þriggja stiga körfu Jordan Poole er flautan gall í lok þriðja leikhluta hefði troðsla Wiggins eflaust orðið fyrir valinu. „Ég er bara að reyna gera allt til að vinna. Hvort sem það er að skora, taka fráköst eða spila vörn þá er ég tilbúinn að gera hvað sem ég er beðinn um út á velli ef það hjálpar liðinu að vinna,“ sagði Wiggins að leik loknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Nýverið talaði Wiggins um virðinguna sem felst í því að vinna titla í NBA. Hann nefndi sem dæmi að það væri hægt að spila vel en ef þú ert ekki að vinna leiki þá gefur þér enginn þá virðingu sem þú telur þig eiga skilið. Wiggins er nú á góðri leið með að fá þá virðingu sem hann á skilið. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Wiggins var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2014. Cleveland Cavaliers völdu hann en skiptu honum strax til Minnesota Timberwolves. Þar var hann hluti af liði sem var ekki beint líklegt til afreka en hann var samt valinn nýlið ársins. Þegar Wiggins skipti svo yfir til Golden State árið 2020 var liðið í ákveðinni niðursveiflu eftir frábær ár þar á undan. Wiggins hefur hins vegar blómstrað í vetur, var valinn í stjörnuleikinn og er nú stór ástæða þess að Golden State er einum sigri frá því að endurheimta titilinn sem liðið vann þrisvar frá 2015 til 2018. Hann var allt í öllu er Stríðsmennirnir unnu tíu stiga sigur á Boston Celtics í nótt 104-94. Þar af skoraði Wiggins 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Andrew Wiggins hammers it home! Q4 on ABC pic.twitter.com/wvxfUxT8Zs— NBA (@NBA) June 14, 2022 Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega þriggja stiga körfu Jordan Poole er flautan gall í lok þriðja leikhluta hefði troðsla Wiggins eflaust orðið fyrir valinu. „Ég er bara að reyna gera allt til að vinna. Hvort sem það er að skora, taka fráköst eða spila vörn þá er ég tilbúinn að gera hvað sem ég er beðinn um út á velli ef það hjálpar liðinu að vinna,“ sagði Wiggins að leik loknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Nýverið talaði Wiggins um virðinguna sem felst í því að vinna titla í NBA. Hann nefndi sem dæmi að það væri hægt að spila vel en ef þú ert ekki að vinna leiki þá gefur þér enginn þá virðingu sem þú telur þig eiga skilið. Wiggins er nú á góðri leið með að fá þá virðingu sem hann á skilið.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. 14. júní 2022 07:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins