Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 07:30 Golden State Warriors þarf einn sigur í viðbót. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. Einvígið hefur verið hin besta skemmtun til þessa en Stephen Curry sá til þess að staðan var 2-2 eftir fjóra leiki en hann var hreint út sagt magnaður í síðasta leik. Nú var komið að öðrum leikmönnum Stríðsmannanna að stíga upp. Segja má að varnarleikur liðsins hafi skapað sigur kvöldsins en annan leikinn í röð tókst Boston ekki að komast í þriggja stafa tölu. Varnarleikurinn í fyrsta leikhluta skóp að vissu leyti sigurinn þar sem Boston skoraði aðeins 16 stig gegn 27 í honum. Munurinn í hálfleik var tólf stig, 51-39. Í síðari hálfleik hins vegar vaknaði Boston liðið og gerði verulegt áhlaup. Liðið raðaði niður stigum og komst yfir í þriðja leikhluta. Heimamenn rönkuðu hins vegar við sér og voru einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins þökk sé ótrúlegu skoti Jordan Poole lengst utan af velli er flautan gall. Jordan Poole with another long-distance buzzer-beater on ABC! pic.twitter.com/zkrcFE2uxC— NBA (@NBA) June 14, 2022 Eftir það virtist allt loft úr gestunum frá Boston og Stríðsmennirnir fundu aftur taktinn. Fór það svo að Golden State Warriors unnu tíu stiga sigur, 104-94. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að vinna NBA deildina, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan árið 2018. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Klay Thompson skoraði 21 stig og þá skoraði Stephen Curry 16 stig og gaf 8 stoðsendingar. Curry hitti ekki úr einu af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum með 27 stig og 10 fráköst á meðan Marcus Smart skoraði 20 stig og Jaylen Brown skoraði 18 og tók 9 fráköst. Sjötti leikur liðanna fer fram í Boston á aðfaranótt Þjóðveldisdagsins 17. júní. Heimamenn þurfa sigur þar til að koma einvíginu í oddaleik. Körfubolti NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Einvígið hefur verið hin besta skemmtun til þessa en Stephen Curry sá til þess að staðan var 2-2 eftir fjóra leiki en hann var hreint út sagt magnaður í síðasta leik. Nú var komið að öðrum leikmönnum Stríðsmannanna að stíga upp. Segja má að varnarleikur liðsins hafi skapað sigur kvöldsins en annan leikinn í röð tókst Boston ekki að komast í þriggja stafa tölu. Varnarleikurinn í fyrsta leikhluta skóp að vissu leyti sigurinn þar sem Boston skoraði aðeins 16 stig gegn 27 í honum. Munurinn í hálfleik var tólf stig, 51-39. Í síðari hálfleik hins vegar vaknaði Boston liðið og gerði verulegt áhlaup. Liðið raðaði niður stigum og komst yfir í þriðja leikhluta. Heimamenn rönkuðu hins vegar við sér og voru einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins þökk sé ótrúlegu skoti Jordan Poole lengst utan af velli er flautan gall. Jordan Poole with another long-distance buzzer-beater on ABC! pic.twitter.com/zkrcFE2uxC— NBA (@NBA) June 14, 2022 Eftir það virtist allt loft úr gestunum frá Boston og Stríðsmennirnir fundu aftur taktinn. Fór það svo að Golden State Warriors unnu tíu stiga sigur, 104-94. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að vinna NBA deildina, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan árið 2018. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Klay Thompson skoraði 21 stig og þá skoraði Stephen Curry 16 stig og gaf 8 stoðsendingar. Curry hitti ekki úr einu af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum með 27 stig og 10 fráköst á meðan Marcus Smart skoraði 20 stig og Jaylen Brown skoraði 18 og tók 9 fráköst. Sjötti leikur liðanna fer fram í Boston á aðfaranótt Þjóðveldisdagsins 17. júní. Heimamenn þurfa sigur þar til að koma einvíginu í oddaleik.
Körfubolti NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira