Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 07:30 Golden State Warriors þarf einn sigur í viðbót. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. Einvígið hefur verið hin besta skemmtun til þessa en Stephen Curry sá til þess að staðan var 2-2 eftir fjóra leiki en hann var hreint út sagt magnaður í síðasta leik. Nú var komið að öðrum leikmönnum Stríðsmannanna að stíga upp. Segja má að varnarleikur liðsins hafi skapað sigur kvöldsins en annan leikinn í röð tókst Boston ekki að komast í þriggja stafa tölu. Varnarleikurinn í fyrsta leikhluta skóp að vissu leyti sigurinn þar sem Boston skoraði aðeins 16 stig gegn 27 í honum. Munurinn í hálfleik var tólf stig, 51-39. Í síðari hálfleik hins vegar vaknaði Boston liðið og gerði verulegt áhlaup. Liðið raðaði niður stigum og komst yfir í þriðja leikhluta. Heimamenn rönkuðu hins vegar við sér og voru einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins þökk sé ótrúlegu skoti Jordan Poole lengst utan af velli er flautan gall. Jordan Poole with another long-distance buzzer-beater on ABC! pic.twitter.com/zkrcFE2uxC— NBA (@NBA) June 14, 2022 Eftir það virtist allt loft úr gestunum frá Boston og Stríðsmennirnir fundu aftur taktinn. Fór það svo að Golden State Warriors unnu tíu stiga sigur, 104-94. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að vinna NBA deildina, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan árið 2018. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Klay Thompson skoraði 21 stig og þá skoraði Stephen Curry 16 stig og gaf 8 stoðsendingar. Curry hitti ekki úr einu af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum með 27 stig og 10 fráköst á meðan Marcus Smart skoraði 20 stig og Jaylen Brown skoraði 18 og tók 9 fráköst. Sjötti leikur liðanna fer fram í Boston á aðfaranótt Þjóðveldisdagsins 17. júní. Heimamenn þurfa sigur þar til að koma einvíginu í oddaleik. Körfubolti NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Einvígið hefur verið hin besta skemmtun til þessa en Stephen Curry sá til þess að staðan var 2-2 eftir fjóra leiki en hann var hreint út sagt magnaður í síðasta leik. Nú var komið að öðrum leikmönnum Stríðsmannanna að stíga upp. Segja má að varnarleikur liðsins hafi skapað sigur kvöldsins en annan leikinn í röð tókst Boston ekki að komast í þriggja stafa tölu. Varnarleikurinn í fyrsta leikhluta skóp að vissu leyti sigurinn þar sem Boston skoraði aðeins 16 stig gegn 27 í honum. Munurinn í hálfleik var tólf stig, 51-39. Í síðari hálfleik hins vegar vaknaði Boston liðið og gerði verulegt áhlaup. Liðið raðaði niður stigum og komst yfir í þriðja leikhluta. Heimamenn rönkuðu hins vegar við sér og voru einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins þökk sé ótrúlegu skoti Jordan Poole lengst utan af velli er flautan gall. Jordan Poole with another long-distance buzzer-beater on ABC! pic.twitter.com/zkrcFE2uxC— NBA (@NBA) June 14, 2022 Eftir það virtist allt loft úr gestunum frá Boston og Stríðsmennirnir fundu aftur taktinn. Fór það svo að Golden State Warriors unnu tíu stiga sigur, 104-94. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að vinna NBA deildina, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan árið 2018. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Klay Thompson skoraði 21 stig og þá skoraði Stephen Curry 16 stig og gaf 8 stoðsendingar. Curry hitti ekki úr einu af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum með 27 stig og 10 fráköst á meðan Marcus Smart skoraði 20 stig og Jaylen Brown skoraði 18 og tók 9 fráköst. Sjötti leikur liðanna fer fram í Boston á aðfaranótt Þjóðveldisdagsins 17. júní. Heimamenn þurfa sigur þar til að koma einvíginu í oddaleik.
Körfubolti NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira