Mannréttindi og mannslíf mikilvægari en „pólitískar fantasíur gamals manns“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 21:20 Meðal þeirra sem tóku til máls á mótmælunum var ung kona að nafni Anastasia sem hafði flúið Mariupol. Hún flutti ræðu sína á úkraínsku með kökkinn í hálsinum. Vísir Á sama tíma og Rússar halda uppi hörðum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á óbreytta borgara í austur Úkraínu fagna þeir því að 32 ár eru liðin í dag frá stofnun rússneska sambandsríkisins. Rússneskir ríkisborgarar komu saman við rússneska sendiráðið til að mótmæla valdastjórn Pútíns í tilefni dagsins en sterkustu vopnin eru á þessum tíma orðin. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður, og Victoria Bakshina, rússneskur málfræðingar, voru meðal þeirra rússnesku ríkisborgara sem voru viðstödd á mótmælunum við sendiráðið í dag. „Þetta er sameiginlegt átak okkar til að sýna að það sé til annars konar Rússland og milljónir Rússa sem styðja ekki þetta tilefnislausa stríð,“ segir Andrei. Mótmælendur settu upp skilti sem sýndu hluta þeirra fimmtán þúsund Rússa sem hafa verið handteknir í heimalandinu fyrir að mótmæla. Vísir Hann lýsir því að það hafi verið áfall fyrir marga Rússa þegar innrásin hófst og leynir hann því ekki að það sé átakanlegt að horfa upp harmleikinn í Úkraínu. Þetta tekur Victoria undir. „Fyrst var ég mjög reið og leið og ég var bókstaflega að biðja að þessu stríði linni, en núna þar sem við sjáum að hörmungar eru enn þá í gangi, herinn er ekki afturkallaður, þá finnst mér mjög mikilvægt að þegja ekki,“ segir hún. Á þessum tímapunkti séu orðin þeirra sterkustu vopn og mikilvægt að vekja athygli á glæpum Pútín stjórnarinnar í Úkraínu, sem og glæpum þeirra gegn eigin borgurum. „ Við verðum að tala, við verðum að vera hávær, og okkar helsta von er að þessu stríði ljúki sem fyrst,“ segir hún. Kallaði mótmælendur „fatlaða bastarða“ Stríðið hefur nú staðið yfir í á fjórða mánuði en Andrei er þó ekki bjartsýnn á að endalok stríðsins séu í nánd. „Ég held að þessu stríði muni ekki ljúka innan næstu mánaða, ég held að það vari í fleiri ár, og afleiðingarnar þessa stríðs verða skelfilegar fyrir Rússland líka,“ segir hann. „Sumir Rússar segjast jafnvel skammast sín fyrir að vera rússneskir. Ég er ekki sammála því. Ég skammast mín ekki fyrir að vera Rússi en skammast mín fyrir aðgerðir rússneska ríkisins,“ segir hann enn fremur. Victoria segir þá að Rússland muni aldrei aftur geta snúið aftur í fyrri mynd. „Þetta verður einhvers konar arfleið þessa tímabils en við þurfum líklegast frekar mikinn tíma til að jafna okkur,“ segir hún. Aðspurður um hvort hann vilji snúa aftur til Rússlands á einhverjum tímapunkti segir Andrei að hann vilji það að sjálfsögðu. Skömmu eftir þá spurningu gekk maður fram hjá honum og yrti á hann á rússnesku. „Hann sagði að við værum fatlaðir bastarðar,“ útskýrir Andrei. „Eins og þú sérð þá styðja okkur ekki allir Rússar en engu að síður teljum við okkur vera að gera það rétta í stöðunni. Við stöndum fyrir mannúðleg gildi, fyrir mannréttindi, mannslíf og það er mikilvægara en pólitískar fantasíur eins gamals manns,“ segir hann enn fremur eftir að hafa melt ummælin. Hvíti og blái fáninn sem mótmælendur báru táknar andstöðu við innrásina og núverandi ríkisstjórn Rússlands. Vísir Ekkert lát á árásum Rússa í austri Rússar létu stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgi og bæi í Luhansk og Donetsk héruðum í Úkraínu dag og nótt, í tilraun sinni til ná fullum yfirráðum yfir Donbas svæðinu þar sem er að finna gífuregar olíu- og gasauðlindir sem Pútín vill ná á sitt vald. Úkraínuher heldur enn aftur af Rússum en sárvantar þungvopn frá Vesturlöndum sem munu berast þeim á næstu vikum. „Munið þið hvernig Rússar vonuðust til að ná öllu Donbas í byrjun maí? Nú er 108. dagur stríðsins, það komið fram í júní. Donbas þraukar enn. Mannfallið hjá innrásarliðinu, þar á meðal á þessu svæði, er verulegt. Samtals hefur rússneski herinn misst um 32 þúsund menn. Til hvers? Hvað hefur það fært þér, Rússland?“ spurði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. Hátíðardeginum var fagnað um allt Rússland og jafnvel á sumum herteknum svæðum austast í Úkraínu. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði fólk af ýmsum sviðum samfélagsins að þessu tilefni í Kreml í dag og sagði Rússa stolta af sögu sinni og vongóða um framtíðina. „Í dag erum við sérstaklega meðvituð um það hversu mikilvægt það er fyrir föðurlandið, fyrir samfélag okkar, að þjóðin standi saman,“ sagði Pútín. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Vladimír Pútín Tengdar fréttir Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. 11. júní 2022 19:21 Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður, og Victoria Bakshina, rússneskur málfræðingar, voru meðal þeirra rússnesku ríkisborgara sem voru viðstödd á mótmælunum við sendiráðið í dag. „Þetta er sameiginlegt átak okkar til að sýna að það sé til annars konar Rússland og milljónir Rússa sem styðja ekki þetta tilefnislausa stríð,“ segir Andrei. Mótmælendur settu upp skilti sem sýndu hluta þeirra fimmtán þúsund Rússa sem hafa verið handteknir í heimalandinu fyrir að mótmæla. Vísir Hann lýsir því að það hafi verið áfall fyrir marga Rússa þegar innrásin hófst og leynir hann því ekki að það sé átakanlegt að horfa upp harmleikinn í Úkraínu. Þetta tekur Victoria undir. „Fyrst var ég mjög reið og leið og ég var bókstaflega að biðja að þessu stríði linni, en núna þar sem við sjáum að hörmungar eru enn þá í gangi, herinn er ekki afturkallaður, þá finnst mér mjög mikilvægt að þegja ekki,“ segir hún. Á þessum tímapunkti séu orðin þeirra sterkustu vopn og mikilvægt að vekja athygli á glæpum Pútín stjórnarinnar í Úkraínu, sem og glæpum þeirra gegn eigin borgurum. „ Við verðum að tala, við verðum að vera hávær, og okkar helsta von er að þessu stríði ljúki sem fyrst,“ segir hún. Kallaði mótmælendur „fatlaða bastarða“ Stríðið hefur nú staðið yfir í á fjórða mánuði en Andrei er þó ekki bjartsýnn á að endalok stríðsins séu í nánd. „Ég held að þessu stríði muni ekki ljúka innan næstu mánaða, ég held að það vari í fleiri ár, og afleiðingarnar þessa stríðs verða skelfilegar fyrir Rússland líka,“ segir hann. „Sumir Rússar segjast jafnvel skammast sín fyrir að vera rússneskir. Ég er ekki sammála því. Ég skammast mín ekki fyrir að vera Rússi en skammast mín fyrir aðgerðir rússneska ríkisins,“ segir hann enn fremur. Victoria segir þá að Rússland muni aldrei aftur geta snúið aftur í fyrri mynd. „Þetta verður einhvers konar arfleið þessa tímabils en við þurfum líklegast frekar mikinn tíma til að jafna okkur,“ segir hún. Aðspurður um hvort hann vilji snúa aftur til Rússlands á einhverjum tímapunkti segir Andrei að hann vilji það að sjálfsögðu. Skömmu eftir þá spurningu gekk maður fram hjá honum og yrti á hann á rússnesku. „Hann sagði að við værum fatlaðir bastarðar,“ útskýrir Andrei. „Eins og þú sérð þá styðja okkur ekki allir Rússar en engu að síður teljum við okkur vera að gera það rétta í stöðunni. Við stöndum fyrir mannúðleg gildi, fyrir mannréttindi, mannslíf og það er mikilvægara en pólitískar fantasíur eins gamals manns,“ segir hann enn fremur eftir að hafa melt ummælin. Hvíti og blái fáninn sem mótmælendur báru táknar andstöðu við innrásina og núverandi ríkisstjórn Rússlands. Vísir Ekkert lát á árásum Rússa í austri Rússar létu stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgi og bæi í Luhansk og Donetsk héruðum í Úkraínu dag og nótt, í tilraun sinni til ná fullum yfirráðum yfir Donbas svæðinu þar sem er að finna gífuregar olíu- og gasauðlindir sem Pútín vill ná á sitt vald. Úkraínuher heldur enn aftur af Rússum en sárvantar þungvopn frá Vesturlöndum sem munu berast þeim á næstu vikum. „Munið þið hvernig Rússar vonuðust til að ná öllu Donbas í byrjun maí? Nú er 108. dagur stríðsins, það komið fram í júní. Donbas þraukar enn. Mannfallið hjá innrásarliðinu, þar á meðal á þessu svæði, er verulegt. Samtals hefur rússneski herinn misst um 32 þúsund menn. Til hvers? Hvað hefur það fært þér, Rússland?“ spurði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. Hátíðardeginum var fagnað um allt Rússland og jafnvel á sumum herteknum svæðum austast í Úkraínu. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði fólk af ýmsum sviðum samfélagsins að þessu tilefni í Kreml í dag og sagði Rússa stolta af sögu sinni og vongóða um framtíðina. „Í dag erum við sérstaklega meðvituð um það hversu mikilvægt það er fyrir föðurlandið, fyrir samfélag okkar, að þjóðin standi saman,“ sagði Pútín.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Vladimír Pútín Tengdar fréttir Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. 11. júní 2022 19:21 Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03
ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. 11. júní 2022 19:21
Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20