Darri ósammála Hannesi og skýtur á liðin: „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2022 15:00 Darri Freyr Atlason. Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason, fyrrum þjálfari karla- og kvennaliðs KR og kvennaliðs Vals, leggst gegn kröfu Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, um frekari fjárhagsstyrki frá íslenska ríkinu. Hann segir fjárhagsvandamál körfuboltafélaga á Íslandi vera sjálfsköpuð. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tók undir ummæli Darra. Hannes sagði íslensk stjórnvöld draga lappirnar í samtali við Vísi í morgun þar sem fjármagn, 500 milljónir króna, sem samþykkt var að veita íþróttahreyfingunni í mars hafi enn ekki skilað sér. Málið sé fast á milli ráðuneyta og á meðan drabbist starfsemi félaganna niður. Hannes vakti athygli á málinu í kjölfar þess að mörg félög lentu í vandræðum með að gera upp skuldir sínar við KKÍ og greiða skráningargjöld fyrir þátttöku í Íslandsmótum á vegum KKÍ. KR var þá of seint að greiða sín gjöld vegna skuldar við KKÍ. Darri Freyr, sem var þjálfari hjá KR síðast tímabilið 2020-21 og er uppalinn í Vesturbænum, virðist lítið koma til stefnu félagsins, og annarra sem reka sín mál með þeim hætti að þau safni upp skuldum. Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann.Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.https://t.co/uaLlLwcEOe— Darri (@DarriFreyr) June 10, 2022 „Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann,“ sagði Darri á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hann á þá líklega við vinsæla stefnu körfuboltafélaga að safna upp útlendingum á kostnað yngri og uppaldra leikmanna. Þeirri stefnu líkir hann við vígbúnarkapphlaup, þar sem ofuráhersla er lögð á árangur meistaraflokks á kostnað annarar starfsemi. „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.“ sagði Darri Freyr enn fremur í færslu sinni á Twitter. Athygli vekur að Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, endurtísti færslu Darra og tók undir orð hans að fullu. KR Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Sjá meira
Hannes sagði íslensk stjórnvöld draga lappirnar í samtali við Vísi í morgun þar sem fjármagn, 500 milljónir króna, sem samþykkt var að veita íþróttahreyfingunni í mars hafi enn ekki skilað sér. Málið sé fast á milli ráðuneyta og á meðan drabbist starfsemi félaganna niður. Hannes vakti athygli á málinu í kjölfar þess að mörg félög lentu í vandræðum með að gera upp skuldir sínar við KKÍ og greiða skráningargjöld fyrir þátttöku í Íslandsmótum á vegum KKÍ. KR var þá of seint að greiða sín gjöld vegna skuldar við KKÍ. Darri Freyr, sem var þjálfari hjá KR síðast tímabilið 2020-21 og er uppalinn í Vesturbænum, virðist lítið koma til stefnu félagsins, og annarra sem reka sín mál með þeim hætti að þau safni upp skuldum. Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann.Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.https://t.co/uaLlLwcEOe— Darri (@DarriFreyr) June 10, 2022 „Ég hef engan áhuga á því að mitt skattfé fari í að borga undir Kyle Johnson sem fimmta atvinnumann,“ sagði Darri á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Hann á þá líklega við vinsæla stefnu körfuboltafélaga að safna upp útlendingum á kostnað yngri og uppaldra leikmanna. Þeirri stefnu líkir hann við vígbúnarkapphlaup, þar sem ofuráhersla er lögð á árangur meistaraflokks á kostnað annarar starfsemi. „Fjárhagsvandræði liðanna eru sjálfsköpuð með fáránlegu vígbúnaðarkapphlaupi. Eiga ekki að fá frekari styrki.“ sagði Darri Freyr enn fremur í færslu sinni á Twitter. Athygli vekur að Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, endurtísti færslu Darra og tók undir orð hans að fullu.
KR Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Sjá meira