Matthías Örn mætir heimsmeistaranum í kvöld: „Draumur að rætast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 09:00 Íslandsmeistarinn Matthías Örn mætir heimsmeistaranum Peter Wright í kvöld. PDC Matthías Örn Friðriksson, þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti, tekur þátt á gríðarsterku móti í Kaupmannahöfn í dag. Hann hefur leik gegn heimsmeistaranum Peter Wright, eða Snakebite, en er lítið að spá í því þar sem það er einfaldlega draumur að rætast. Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC Pílukast Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC
Pílukast Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira