Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2022 13:30 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði hefur litla trú á því að nýir starfshópar ráðherra muni skila breytingum í sjávarútvegi. Fólk úr sambærilegum starfshóp fyrir tíu árum var ekki boðið með í þetta sinn. Vísir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils. Þórólfur birtir á Facebook tillögu um samfélagslega úttekt sem þáverandi sjávarútvegsráðherra fékk senda árið 2012. „Þið getið dundað ykkur við að sjá hversu margt af þessu áhugafólki er kallað til starfa af Svandísi Svavarsdóttir núna“ skrifar Þórólfur og bendir á að þetta fólk, sem gagnrýndi sjávarútvegskerfið fyrir tíu árum, virðist ekki eiga upp á pallborð ráðherra núna. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði nýverið fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hún hefur sætt gagnrýni innan flokks síns fyrir að setja á laggirnar „enn eina nefndina“ sem ekki sé fyrirséð hvort skila muni nokkrum sjáanlegum árangri. Tillögur sem strönduðu Tíu ár eru liðin síðan hópur fræðimanna, sem Þórólfur var hluti af, kom fram með tillögur sínar. „Við sendum erindi til stjórnvalda þar sem lagt var til að framkvæma skyldi svokallaða áhrifagreiningu sjávarútvegsins á samfélagið í heild. Það var ekkert gert með það en við höfum minnt á þetta síðan.“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann gagnrýnir þau sjónarmið sem virðist ráða för við skipun starfshópsins nú. „Þessir starfshópar eru ekki skipaðir af vísindamönnum með það fyrir stafni að fara í svona félagslega áhrifagreiningu. Það ætti bara að vera staðlað verklag, þannig að við vitum hver áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins á samfélagið er og hefur verið.“ Að sögn Þórólfs er slík áhrifagreining feykilega dýr. Enn dýrara sé þó að sleppa því að ráðast í slíkar aðgerðir. Svandís skipaði 46 einstaklinga til að rýna í sjávarútveginn.Vísir/Vilhelm Blanda hagsmunaaðila og óviss áform „Í þessum nýja starfshópi er verið að safna saman fullt af fólki með alls konar skoðanir og sumir eru fulltrúar hagsmunahópa sem eru ekki frjálsir um það hvaða skoðun þeir láta í ljós. Það er enn á ný verið að gera þetta frá öfugum enda í stað þess að setjast yfir málið og kortleggja áhrifin og slíkt. Í staðinn byrja menn á því að kalla til hagsmunaaðilana.“ Hann telur ráðherra því ekki vera að nálgast málið með þeim vísindalega hætti sem ætti að vera gert. „Niðurstaðan verður alltaf sú sama; fulltrúar útgerðarmanna segja: „Nei, við viljum ekki borga veiðigjöld, ef við gerum það þá fer allt á hausinn hjá okkur.““ Þórólfur hefði viljað sjá vísindalegri nálgun og vísar til Noregs í því samhengi. Þar hafi nánast árlega verið gefnar út skýrslur um áhrif olívinnslu á efnahagslíf og starfsemi í Noregi. Í norsku þáttaröðinni Lykkeland er fjallað um breytingar sem urðu í samfélaginu þegar norska olíuævintýrið hófst. Þórólfur segir þá þróun eiga að vera fyrirmynd Íslendinga í sjávarútveginum. „Á sínum tíma sögðu olíufélögin í Noregi það sama: „Við getum ekki lifað við það að þurfa að borga 70 prósent tekjuskatt“ – en þeir gera það!“ segir Þórólfur og tekur fram að fjárferstingarákafinn í Noregi sé svo mikill að þingið og almenningur hafi staðið mjög harkalega gegn olíufélögunum, jafnvel þó þeir þurfi að borga svo háan tekjuskatt. „Ef þeir hefðu fengið að vera í svona hópi sem þáverandi olíumálaráðherra hefði sett niður í Noregi hefðu olíufélögin bara sagt: Heyrðu nei, þetta gengur ekki – við förum!““ Þórólfur segir jafnframt ekki víst hvaða niðurstaða eigi að koma frá nýju starfshópunum fjórum. „Mér dettur í hug að það sé verið að friða kjósendur á meðan umræðan um ofurgróða útgerðanna er svona hávær,“ sagði Þórólfur að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Þórólfur birtir á Facebook tillögu um samfélagslega úttekt sem þáverandi sjávarútvegsráðherra fékk senda árið 2012. „Þið getið dundað ykkur við að sjá hversu margt af þessu áhugafólki er kallað til starfa af Svandísi Svavarsdóttir núna“ skrifar Þórólfur og bendir á að þetta fólk, sem gagnrýndi sjávarútvegskerfið fyrir tíu árum, virðist ekki eiga upp á pallborð ráðherra núna. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði nýverið fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hún hefur sætt gagnrýni innan flokks síns fyrir að setja á laggirnar „enn eina nefndina“ sem ekki sé fyrirséð hvort skila muni nokkrum sjáanlegum árangri. Tillögur sem strönduðu Tíu ár eru liðin síðan hópur fræðimanna, sem Þórólfur var hluti af, kom fram með tillögur sínar. „Við sendum erindi til stjórnvalda þar sem lagt var til að framkvæma skyldi svokallaða áhrifagreiningu sjávarútvegsins á samfélagið í heild. Það var ekkert gert með það en við höfum minnt á þetta síðan.“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann gagnrýnir þau sjónarmið sem virðist ráða för við skipun starfshópsins nú. „Þessir starfshópar eru ekki skipaðir af vísindamönnum með það fyrir stafni að fara í svona félagslega áhrifagreiningu. Það ætti bara að vera staðlað verklag, þannig að við vitum hver áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins á samfélagið er og hefur verið.“ Að sögn Þórólfs er slík áhrifagreining feykilega dýr. Enn dýrara sé þó að sleppa því að ráðast í slíkar aðgerðir. Svandís skipaði 46 einstaklinga til að rýna í sjávarútveginn.Vísir/Vilhelm Blanda hagsmunaaðila og óviss áform „Í þessum nýja starfshópi er verið að safna saman fullt af fólki með alls konar skoðanir og sumir eru fulltrúar hagsmunahópa sem eru ekki frjálsir um það hvaða skoðun þeir láta í ljós. Það er enn á ný verið að gera þetta frá öfugum enda í stað þess að setjast yfir málið og kortleggja áhrifin og slíkt. Í staðinn byrja menn á því að kalla til hagsmunaaðilana.“ Hann telur ráðherra því ekki vera að nálgast málið með þeim vísindalega hætti sem ætti að vera gert. „Niðurstaðan verður alltaf sú sama; fulltrúar útgerðarmanna segja: „Nei, við viljum ekki borga veiðigjöld, ef við gerum það þá fer allt á hausinn hjá okkur.““ Þórólfur hefði viljað sjá vísindalegri nálgun og vísar til Noregs í því samhengi. Þar hafi nánast árlega verið gefnar út skýrslur um áhrif olívinnslu á efnahagslíf og starfsemi í Noregi. Í norsku þáttaröðinni Lykkeland er fjallað um breytingar sem urðu í samfélaginu þegar norska olíuævintýrið hófst. Þórólfur segir þá þróun eiga að vera fyrirmynd Íslendinga í sjávarútveginum. „Á sínum tíma sögðu olíufélögin í Noregi það sama: „Við getum ekki lifað við það að þurfa að borga 70 prósent tekjuskatt“ – en þeir gera það!“ segir Þórólfur og tekur fram að fjárferstingarákafinn í Noregi sé svo mikill að þingið og almenningur hafi staðið mjög harkalega gegn olíufélögunum, jafnvel þó þeir þurfi að borga svo háan tekjuskatt. „Ef þeir hefðu fengið að vera í svona hópi sem þáverandi olíumálaráðherra hefði sett niður í Noregi hefðu olíufélögin bara sagt: Heyrðu nei, þetta gengur ekki – við förum!““ Þórólfur segir jafnframt ekki víst hvaða niðurstaða eigi að koma frá nýju starfshópunum fjórum. „Mér dettur í hug að það sé verið að friða kjósendur á meðan umræðan um ofurgróða útgerðanna er svona hávær,“ sagði Þórólfur að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira