Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Meirihlutar hafa verið myndaðir í flestum sveitarfélögum landsins. Nýr meirihluti hefur verið myndaður á Akureyri og Ásdís Kristjánsdóttir var kynnt sem nýr bæjarstjóri í Kópavogi í dag.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og ræðum við Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í beinni útsendingu um gang viðræðnanna í Reykjavík.

Þá höldum við áfram að fjalla um skotárásina í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag. Faðir tíu ára stúlku sem lést í árásinni gagnrýnir viðbrögð lögreglu en árásarmaðurinn náði að vera í fjörutíu mínútur inni í stofu með nemendum og kennurum áður en hann var felldur.

Dæmi eru um að flóttamenn sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur til Úkraínu en aðgerðarstjóri segir upplýsingar um fjölda þeirra ekki liggja fyrir. Stöðugur fjöldi er þó enn að koma til Íslands og má gera ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi.

Innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan að áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að flugstöðin verði sextán hundruð fermetrar.

Við hittum líka sauðfjárbónda á Bjarnarhöfða í Helgafellssveit á Snæfellsnesi sem hefur staðið langar vaktir undanfarið og er að ljúka sauðburði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.