Körfubolti

Anadolu Efes vann Euro­Leagu­e með minnsta mun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bikar á loft.
Bikar á loft. Filip Stevanovic/Getty Images

Tyrkneska körfuknattleiksfélagið Anadolu Efes er Evrópumeistari eftir að sigra Real Madríd með minnsta mögulega mun í úrslitaleik EuroLeague, lokatölur 58-57. Barcelona endaði í þriðja sæti með tíu stiga sigri á Olympiacos, lokatölur þar 84-74.

Varnarleikur var í hávegum hafður er Efes og Real mættust í Štark Arena í Serbíu. Real byrjaði leikinn betur og var fimm stigum yfir í hálfleik, staðan þá 34-29. 

Í síðari hálfleik gekk hins vegar ekkert upp sóknarlega hjá Real en liðið skoraði aðeins átta stig í þriðja leikhluta á meðan leikmenn Efes gengu á lagið.

Gríðarlega spenna var undir lok leiks en á endanum fór það svo að Efes vann með eins stigs mun, 58-57. Er þetta annar EuroLeague-titill Efes í röð.

Vasilije Micić var stigahæstur í liði Efes með 23 stig á meðan Edy Tavares skoraði 14 stig og tók 11 fráköst í liði Real.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.