Fótbolti

24 vikna fangelsi fyrir að skalla Sharp

Atli Arason skrifar
Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United.
Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United. Getty Images

Robert Biggs, 30 ára breskur karlmaður, fær 24 vikna fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, fyrirliða Sheffield United, eftir leik Notthingham Forest og Sheffield United í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni síðasta þriðjudag.

Biggs var handtekin stuttu eftir leikinn og hefur nú játað á sig verknaðinn sem náðist á myndbandsupptöku í beinni sjónvarpsútsendingu. Sharp hlaut fyrir vikið skurð á höfuðið sem þurfti að sauma fjögur spor í.

Biggs var einnig ákærður fyrir að fara inn á leikvöllinn en sú ákæra var látinn falla niður, enda réðust nær allir stuðningsmenn Forest inn á leikvöllinn eftir að lokaflaut dómarans gall. Nottinham Forest lék síðast í Úrvalsdeildinni tímabilið 1998-1999.

Forest vann leikinn gegn Sheffield United í vítaspyrnukeppni og mun mæta Huddersfield í úrslitaleik á Wembley, sunnudaginn 29. maí. Það lið sem sigrar þann leik fær síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×