Óttast slysahættu af auglýsingum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 13:32 Leikmenn hafa til að mynda runnið til á auglýsingum í úrslitaeinvíginu í körfubolta karla sem lýkur í kvöld. VÍSIR/BÁRA Auglýsingar á gólfum íþróttahalla eru algeng sjón í handbolta og körfubolta hér á landi en þær virðast geta aukið hættuna á slysum hjá íþróttafólkinu. „Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
„Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira