Lífið

Kristjón og Sunna enn í sambandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kristján Kormákur Guðjónsson er á lausu eftir að hann og Sunna Rós Víðisdóttir slitu sambandi sínu. 
Kristján Kormákur Guðjónsson er á lausu eftir að hann og Sunna Rós Víðisdóttir slitu sambandi sínu.  Facebook/Sigtryggur Ari

Kristjón Kormákur Guðjónsson blaðamaður og Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur eru enn saman. Vísir greindi frá því mánudaginn 16. maí að upp úr sambandi þeirra hefði slitnað og vísaði til upplýsinga um sambandsstöðu Kristjóns á Facebook þar sem hann var skráður einhleypur. Það átti eftir að breytast og ljóst að ástin lifir.

Kristjón og Sunna hafa verið saman í á þriðja ár en greint var frá sambandinu í október 2019. Kristjón var áður kvæntur Auði Ösp Guðmundsdóttur blaðamanni.

Nýlega viðurkenndi Kristjón að hafa brotist inn á skrifstofur Mannlífs og stolið þaðan gögnum og tölvum. Hann viðurkenndi innbrotið í afar áhugaverðu hlaðvarpsviðtali við Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs.

Kristjón hefur komið víða við á fjölmiðlaferli sínum og gegnt ritstjórastöðum á Pressunni, DV og Fréttablaðinu. Þá stofnaði hann vefmiðilinn 24.is í október árið 2021. Vefsíða þeirra liggur nú niðri.

Fréttin var uppfærð þann 19. maí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.