Kristjón og Sunna hafa verið saman í á þriðja ár en greint var frá sambandinu í október 2019. Kristjón var áður kvæntur Auði Ösp Guðmundsdóttur blaðamanni.
Nýlega viðurkenndi Kristjón að hafa brotist inn á skrifstofur Mannlífs og stolið þaðan gögnum og tölvum. Hann viðurkenndi innbrotið í afar áhugaverðu hlaðvarpsviðtali við Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs.
Kristjón hefur komið víða við á fjölmiðlaferli sínum og gegnt ritstjórastöðum á Pressunni, DV og Fréttablaðinu. Þá stofnaði hann vefmiðilinn 24.is í október árið 2021. Vefsíða þeirra liggur nú niðri.
Fréttin var uppfærð þann 19. maí.