Lífið

Stórfenglegur flutningur Sólveigar dugði ekki til sigurs

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sólveig stóð sig frábærlega í úrslitum The Voice Kids sem fóru fram í gær.
Sólveig stóð sig frábærlega í úrslitum The Voice Kids sem fóru fram í gær. The Voice

Sólveig Birta Hannesdóttir keppti í gær í úrslitum The Voice Kids Germany. Sólveig stóð sig frábærlega en tókst ekki að vinna keppnina.

Sólveig söng lagið People Help The People með bresku söngkonunni Birdy. Sólveig fékk standandi lófatak frá öllum dómurum keppninnar sem og áhorfendum í sal. 

Söngkonan Lena, sem vann Eurovision árið 2010, var einn dómara keppninnar og hrósaði Sólveigu í hástert eftir sönginn. Hún sagði það hafa verið greinilegt frá fyrsta tón, að þarna væri sigurvegari á ferð.

Sólveig söng lagið California Dreamin' með hljómsveitinni The Mamas & The Papas, bæði í áheyrnaprufum og undanúrslitum keppninnar og komst alla leið í úrslit sem er stórkostlegur árangur. 

Það var hin ellefu ára gamla Georgia Balke sem vann keppnina en hún söng lagið Can't Help Falling In Love með Elvis Presley. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×