„Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2022 11:06 Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness, og Kjartan Atli Kjartansson, nýr þjálfari liðsins. UMFÁ Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku. „Ég hef alveg velt því fyrir mér hvað þyrfti til að ég myndi fara aftur í meistaraflokksþjálfun. Þetta er fullkomið tækifæri. Liðið er í 1. deild, það er mikill metnaður þarna, þetta er liðið sem ég ólst upp í. Það er ákveðinn gluggi núna til að gera einhverja hluti og ég vildi ekki láta þetta tækifæri renna mér úr greipum,“ segir Kjartan Atli. Hann mun þó síður en svo hætta að stýra Körfuboltakvöldi. „Þegar leikir skarast á við þáttinn þá mun ég þó missa af þáttum en annars verð ég á mínum stað á skjánum,“ segir Kjartan. Lið Álftaness var einu skrefi frá því að komast upp í efstu deild í vor, undir stjórn Hrafns Kristjánssonar sem hætti eftir tímabilið. Kjartan Atli hefur sinnt körfuboltaþjálfun í yfir tvo áratugi en ekki þjálfað meistaraflokk síðan tímabilið 2014-15 þegar hann var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Áður hafði hann einnig stýrt kvennaliði Stjörnunnar og karlaliði FSu sitt hvorn veturinn. Nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur virki Tækifærið til að þjálfa Álftanes, liðið sem hann ólst upp í, var einfaldlega of gott til að hafna því. „Það hefur alltaf kitlað pínu að fara í meistaraflokksþjálfun. Það er mikill metnaður á Álftanesi og ég hef alltaf fylgst með liðinu, og átt í miklum tengslum við klúbbinn. Þegar þjálfarastaðan losnaði höfðu forráðamenn félagsins samband og ég var mjög lengi að hugsa mig um, og þurfti að ræða þetta við mína vinnuveitendur og fjölskylduna mína enda tökum við allar svona ákvarðanir í sameiningu. Ég er náttúrulega ótrúlega þakklátur fjölskyldunni og fyrirtækinu sem ég vinn hjá fyrir að veita mér þetta svigrúm svo að ég geti tekist á við þessa áskorun eins og mig langar til,“ segir Kjartan. Kjartan Atli Kjartansson og Stefanía Helga Ásmundsdóttir stýrðu Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils í minnibolta 11 ára stelpna á dögunum.kki.is En fylgir því ekki aukin pressa að hafa verið aðalstjarnan í íslenskri körfuboltaumfjöllun um árabil og taka nú slaginn sjálfur í meistaraflokki? „Örugglega, þó ég hafi ekki pælt í því þannig,“ segir Kjartan léttur í bragði og bætir við: „Ég er búinn að vera að stúdera hvað allir aðrir eru að gera og nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur sem maður hefur tekið í gegnum árin virki eitthvað. Ég er búinn að þjálfa yngri flokka allan þennan tíma og veit vel að með því að ræða körfubolta svona í sjónvarpinu að þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir. Og núna er maður kominn á meistaraflokksstigið svo að já, það er örugglega aðeins meiri pressa.“ En hvað ef að Kjartan skilar Álftanesi upp í efstu deild? Þjálfar hann liðið þá áfram og dregur sig í hlé í sjónvarpinu? „Þetta er samningur til eins árs og við þurfum bara að meta hvernig staðan verður að ári liðnu,“ segir Kjartan sem er þó staðráðinn í að stýra Álftanesi upp eftir að liðið komst í úrslit umspils í 1. deildinni í vor: „Íþróttalið vilja alltaf taka skref upp og það er ekkert skref upp á við fyrir Álftanes annað en að komast upp í Subway-deildina. Við vitum að við erum eitt af þessum liðum sem geta farið upp og ætlum okkur að gera það.“ Keypti búninga á útsölu og teipaði númerin á Kjartan Atli þjálfaði fyrsta liðið sem Álftanes sendi á Íslandsmót, árið 2001, eftir að hafa sjálfur verið með á fyrstu æfingum félagsins í lok síðustu aldar. „Ég var sautján þegar ég byrjaði að þjálfa hjá félaginu. Bróðir minn var ellefu ára og hann og vinir hans vildu æfa körfubolta. Ég tók að mér að vera með æfingar fyrir grunnskólabörn á Áltanesi nokkrum sinnum í viku, og skráði strákana á Íslandsmótið, keypti búningana sjálfur á útsölu í Intersport og teipaði númerin aftan á. Ég er því búinn að vera frá fyrsta degi í körfuboltanum á Álftanesi og það spilar inn í ákvörðunina núna,“ segir Kjartan sem eftir að hafa sjálfur spilað í úrvalsdeild lék með Álftanesi þegar liðið fór upp úr 3. deild og í 1. deildina. „Ég átti mér alltaf draum um að Álftanes yrði körfuboltabær en ég kom því aldrei lengra en svo að það væri draumur. Svo komu stjórnarmenn í félagið sem gátu tekið þetta enn lengra. Þá dreymdi ekki bara heldur framkvæmdu þeir og þeir hafa búið til ótrúlegt starf,“ segir Kjartan sem lék raunar einn leik með Álftanesi í 1. deildinni í vetur, þegar forföll voru vegna kórónuveirusmita, í 114-91 sigri á Hrunamönnum. Setur sig í spor krakkana á Nesinu Hann segir mikinn hug í mönnum á Álftanesi og bendir á að yfir 100 iðkendur séu nú í yngri flokkum félagsins, sem jafnframt er í samstarfi við Stjörnuna. „Það sem að höfðar mest til mín er að ég ólst sjálfur upp á Nesinu, í Sjávargötunni, og veit alveg hvaða þýðingu það hefur fyrir krakkana á Nesinu að það séu þarna íþróttalið, sterk meistaraflokkslið, sem maður getur borið sig saman við og stefnt á að spila með. Ég get sett mig í spor krakkana og langar að þau geti mætt á leiki og orðið hrifin af því sem við erum að gera, og stefnt í þessa átt.“ Körfuboltakvöld Körfubolti Garðabær UMF Álftanes Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Ég hef alveg velt því fyrir mér hvað þyrfti til að ég myndi fara aftur í meistaraflokksþjálfun. Þetta er fullkomið tækifæri. Liðið er í 1. deild, það er mikill metnaður þarna, þetta er liðið sem ég ólst upp í. Það er ákveðinn gluggi núna til að gera einhverja hluti og ég vildi ekki láta þetta tækifæri renna mér úr greipum,“ segir Kjartan Atli. Hann mun þó síður en svo hætta að stýra Körfuboltakvöldi. „Þegar leikir skarast á við þáttinn þá mun ég þó missa af þáttum en annars verð ég á mínum stað á skjánum,“ segir Kjartan. Lið Álftaness var einu skrefi frá því að komast upp í efstu deild í vor, undir stjórn Hrafns Kristjánssonar sem hætti eftir tímabilið. Kjartan Atli hefur sinnt körfuboltaþjálfun í yfir tvo áratugi en ekki þjálfað meistaraflokk síðan tímabilið 2014-15 þegar hann var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Áður hafði hann einnig stýrt kvennaliði Stjörnunnar og karlaliði FSu sitt hvorn veturinn. Nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur virki Tækifærið til að þjálfa Álftanes, liðið sem hann ólst upp í, var einfaldlega of gott til að hafna því. „Það hefur alltaf kitlað pínu að fara í meistaraflokksþjálfun. Það er mikill metnaður á Álftanesi og ég hef alltaf fylgst með liðinu, og átt í miklum tengslum við klúbbinn. Þegar þjálfarastaðan losnaði höfðu forráðamenn félagsins samband og ég var mjög lengi að hugsa mig um, og þurfti að ræða þetta við mína vinnuveitendur og fjölskylduna mína enda tökum við allar svona ákvarðanir í sameiningu. Ég er náttúrulega ótrúlega þakklátur fjölskyldunni og fyrirtækinu sem ég vinn hjá fyrir að veita mér þetta svigrúm svo að ég geti tekist á við þessa áskorun eins og mig langar til,“ segir Kjartan. Kjartan Atli Kjartansson og Stefanía Helga Ásmundsdóttir stýrðu Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils í minnibolta 11 ára stelpna á dögunum.kki.is En fylgir því ekki aukin pressa að hafa verið aðalstjarnan í íslenskri körfuboltaumfjöllun um árabil og taka nú slaginn sjálfur í meistaraflokki? „Örugglega, þó ég hafi ekki pælt í því þannig,“ segir Kjartan léttur í bragði og bætir við: „Ég er búinn að vera að stúdera hvað allir aðrir eru að gera og nú þarf maður að sjá hvort þessar glósur sem maður hefur tekið í gegnum árin virki eitthvað. Ég er búinn að þjálfa yngri flokka allan þennan tíma og veit vel að með því að ræða körfubolta svona í sjónvarpinu að þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir. Og núna er maður kominn á meistaraflokksstigið svo að já, það er örugglega aðeins meiri pressa.“ En hvað ef að Kjartan skilar Álftanesi upp í efstu deild? Þjálfar hann liðið þá áfram og dregur sig í hlé í sjónvarpinu? „Þetta er samningur til eins árs og við þurfum bara að meta hvernig staðan verður að ári liðnu,“ segir Kjartan sem er þó staðráðinn í að stýra Álftanesi upp eftir að liðið komst í úrslit umspils í 1. deildinni í vor: „Íþróttalið vilja alltaf taka skref upp og það er ekkert skref upp á við fyrir Álftanes annað en að komast upp í Subway-deildina. Við vitum að við erum eitt af þessum liðum sem geta farið upp og ætlum okkur að gera það.“ Keypti búninga á útsölu og teipaði númerin á Kjartan Atli þjálfaði fyrsta liðið sem Álftanes sendi á Íslandsmót, árið 2001, eftir að hafa sjálfur verið með á fyrstu æfingum félagsins í lok síðustu aldar. „Ég var sautján þegar ég byrjaði að þjálfa hjá félaginu. Bróðir minn var ellefu ára og hann og vinir hans vildu æfa körfubolta. Ég tók að mér að vera með æfingar fyrir grunnskólabörn á Áltanesi nokkrum sinnum í viku, og skráði strákana á Íslandsmótið, keypti búningana sjálfur á útsölu í Intersport og teipaði númerin aftan á. Ég er því búinn að vera frá fyrsta degi í körfuboltanum á Álftanesi og það spilar inn í ákvörðunina núna,“ segir Kjartan sem eftir að hafa sjálfur spilað í úrvalsdeild lék með Álftanesi þegar liðið fór upp úr 3. deild og í 1. deildina. „Ég átti mér alltaf draum um að Álftanes yrði körfuboltabær en ég kom því aldrei lengra en svo að það væri draumur. Svo komu stjórnarmenn í félagið sem gátu tekið þetta enn lengra. Þá dreymdi ekki bara heldur framkvæmdu þeir og þeir hafa búið til ótrúlegt starf,“ segir Kjartan sem lék raunar einn leik með Álftanesi í 1. deildinni í vetur, þegar forföll voru vegna kórónuveirusmita, í 114-91 sigri á Hrunamönnum. Setur sig í spor krakkana á Nesinu Hann segir mikinn hug í mönnum á Álftanesi og bendir á að yfir 100 iðkendur séu nú í yngri flokkum félagsins, sem jafnframt er í samstarfi við Stjörnuna. „Það sem að höfðar mest til mín er að ég ólst sjálfur upp á Nesinu, í Sjávargötunni, og veit alveg hvaða þýðingu það hefur fyrir krakkana á Nesinu að það séu þarna íþróttalið, sterk meistaraflokkslið, sem maður getur borið sig saman við og stefnt á að spila með. Ég get sett mig í spor krakkana og langar að þau geti mætt á leiki og orðið hrifin af því sem við erum að gera, og stefnt í þessa átt.“
Körfuboltakvöld Körfubolti Garðabær UMF Álftanes Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira