Lífið samstarf

Sólarperlan Albufeira

Úrval Útsýn
Á Bylgjunni er nú í gangi spennandi leikur þar sem hægt er að vinna ferð fyrir tvo með Úrval Útsýn til Albufeira.
Á Bylgjunni er nú í gangi spennandi leikur þar sem hægt er að vinna ferð fyrir tvo með Úrval Útsýn til Albufeira.

Portúgal nýtur mikilla vinsælda hjá sólþyrstum Íslendingum og sérstaklega bærinn Albufeira í suðurhluta Portúgals.

Albufeira er enda dásamlegur áfangastaður fyrir fjölskyldur en Úrval Útsýn býður meðal annars ferðir þangað.

Gamli bærinn í Albufeira er falleg hvít borg með steinlögðum götum þar sem hægt er að velja á milli fjölda veitingastaða og stutt er niður á strönd en Praia da Falésia telst vera ein af bestu ströndum Algarve svæðisins. Ströndin státar af gullnum sandi, hreinum sjó og áberandi rauðgylltum klettum og teygir sig yfir 8 km frá Olhos de Água í vestri til Vilamoura í austri. Næstu strendur eru Falésia Alfamar og Barranco das Belharuca.

Praia da Falésia telst vera ein af bestu ströndum Algarve svæðisins.

Fjörugt næturlíf og frábær matur

Næturlíf Albufeira er líka afar fjörugt og þeir sem vilja þræða kokteilbari og klúbba fram undir morgun finna þá í gamla bænum og á The Strip eða "Laugaveginum" sem er nálægt Praia da Oura ströndinni. 

Matgæðingar geta einnig gert afar vel við sig í Albufeira en svæðið er meðal annars þekkt fyrir góðan saltfisk. Flóra veitingastaða er fjölbreytt og hægt að finna eitthvað við allra hæfi.

Glæsilegt hótel í göngufæri við Falésia ströndina

Í ferðum Úrval Útsýn er meðal annars hægt að gista á Aparthotel Victora Sport & Beach hótelinu sem er fjölskylduvænt 4 stjörnu íbúðahótel. Hótelið er staðsett við friðsæla götu í um 10 km fjarlægð frá miðbæ Albufeira og í göngufjarlægð frá hinni gullfallegu Praia da Falésia strönd.

Gamli bærinn er afar sjarmerandi.

Hótelið er einungis í 30 km fjarlægð frá Faro flugvellinum og er aðstaðan öll til fyrirmyndar. Í boði eru rúmgóðar íbúðir og hægt er að velja íbúð með einu svefnherbergi eða superior íbúð með einu svefnherbergi sem er aðeins stærri en standard íbúðin. 

Útisvæðið er glæsilegt, útisundlaug fyrir börn og fullorðna, sólbekkir og sólhlífar og buslulaug fyrir krakkana. Einnig er frábær aðstaða til líkamsræktar fyrir þá sem ekki vilja missa niður taktinn í fríinu, þar á meðal hlaupavöllur, tennisvöllur, knattspyrnuvöllur og aðstaða fyrir hástökk, stangarstökk og kúluvarp.

Í ferðum Úrval Útsýn er gist á Aparthotel Victora Sport & Beach hótelinu sem er fjölskylduvænt 4 stjörnu íbúðahótel.

Freistaðu gæfunnar
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.