Að selja banka og samt ekki Jónas Elíasson skrifar 8. apríl 2022 15:30 Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun