Körfubolti

Dani­elle Rodrigu­ez semur við Grinda­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Danielle Rodriguez handsalar samninginn við Grindavík.
Danielle Rodriguez handsalar samninginn við Grindavík. Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur

Bandaríski leikmaðurinn og þjálfarinn Danielle Rodriguez hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Danielle þarf vart að kynna en hún lék með Stjörnunni og KR hér á landi frá 2016 til 2020.

Hin 28 ára gamla Rodriguez ætti að reynast mikil lyftistöng fyrir lið Grindavíkur en hún var stoðsendingahæst í efstu deild kvenna 2017 og 2019. Þá var hún valin besti erlendi leikmaður deildarinnar árið 2018.

Í vetur hefur hún sinnt stöðu aðstoðarþjálfara San Diego í Bandaríkjunum en tímabilið 2020-2021 var hún aðstoðarþjálfari hjá báðum meistaraflokkum Stjörnunnar. Hjá Grindavík mun Dani – eins og hún er nær alltaf kölluð – bæði spila með meistaraflokki sem og taka að sér þjálfun hjá yngri flokkum félagsins.

„Þetta eru frábæra fréttir fyrir körfuboltann í Grindavík. Dani er frábær leikmaður, þjálfari og persóna. Hún smellpassar inn þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað með kvennakörfuboltann í Grindavík og við getum ekki beðið eftir að hefja samstarfið. Ég er gríðarlega stoltur af því að bjóða Dani velkomna til félagsins“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í tilkynningu á Facebook-síðu félagsins.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×