Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 15:35 Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs. Vísir Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. Fjölmenningarsetur hefur móttekið 363 formleg erindi frá 51 sveitarfélagi í tengslum við húsnæði fyrir fólk á flótta frá Úkraínu. Flest erindin koma frá Reykjavík eða 144 talsins. Einnig á eftir að vinna úr 67 erindum þar sem oft vantar frekari gögn. Þetta segir Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs. Yfir 500 sótt um vernd Alls hafa 124 einstaklingar með tengsl við Úkraínu komið hingað til lands síðastliðna viku og sótt um alþjóðlega vernd eða tæplega átján á dag. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa samtals 508 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Ef sjö daga meðaltal er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 496 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sæki hér um vernd næstu fjórar vikur. Hægt á skráningum Nichole segir að fyrstu vikuna eftir að Fjölmenningarsetur opnaði fyrir skráningar hafi borist hátt í hundrað erindi á dag en þau séu nú innan við hundrað á viku. Í upphafi hafi fólk í meira mæli boðið fram tímabundin úrræði á borð við herbergi inn á heimilum sínum. Nú sé meira um íbúðir og varanlegt húsnæði sem Nichole segir jákvæða þróun. Hún segir mikilvægt að fólk sem vilji hýsa flóttafólk fylli út eyðublaðið á vefsíðu Fjölmenningarseturs svo starfsmenn geti unnið auðveldlega úr málinu. „Sveitarfélögin eru núna að vinna hörðum höndum að því að kortleggja þjónustu og vinna með okkur. Nú fer af stað svona millibilsúrræði þar sem fólk fær húsnæði frá þremur vikum upp í þrjá mánuði,“ segir Nichole. Í kjölfarið verði hugað að varanlegri úrræðum sem taki betur mið af þörfum hverrar og einnar fjölskyldu. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af fólki á Bifröst Eitthvað hefur borið á gagnrýni á að til standi að koma flóttafólki frá Úkraínu fyrir á Bifröst en þar er um að ræða svokallað millibilsúrræði sem er hugsað fyrir fólk í allt að þrjá mánuði. Nichole gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir hana byggjast á vanþekkingu. „Mér finnst fólk ekki upplýst um móttöku flóttafólks og það getur haft alls konar skoðanir um það, en það veit ekki að núna eru menn að taka saman höndum þvert á stjórnsýslustig, sveitarfélög og ríkið, og þvert á stofnanir, eins og Útlendingastofnun, Fjölmenningarsetur, heilbrigðisstofnanir og lögreglu. Við erum öll að vinna saman að því að kortleggja og passa að það sé þjónusta til staðar þar sem við setjum fólk.“ Bifröst og Borgarbyggð vinni hörðum höndum að því að huga að stuðningi, samgöngum og afþreyingu fyrir flóttafólkið. Nichole segir allt tal um að ekki sé hugað nægilega vel að þörfum flóttafólksins litist af fáfræði. „Í samtölum við ráðherra, félagsráðgjafa sem starfa í þessu og sjálfboðaliða eru allir að huga vel að því að við erum að veita fólki vernd og með vernd er tilheyrandi þjónusta og stuðningur og það er hugsunin alls staðar í kerfinu,“ bætir Nichole við. Skólamál geti reynst áskorun Nichole segir að áhyggjur hafi komið fram hjá sveitarfélögunum af skólaþjónustu og að flóttabörn fái nægilegan stuðning. „Eins mikil áskorun og þetta er þá er fólk að vinna saman og vinna allt sem við þurfum til að vernda þetta fólk.“ Allir séu meðvitaðir um réttindi flóttafólks og að það þurfi á mikilli og fjölbreyttri þjónustu að halda. „Ég trúi ekki öðru en að Ísland muni standa sig vel í þessu.“ Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Húsnæðismál Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. 28. mars 2022 15:35 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fjölmenningarsetur hefur móttekið 363 formleg erindi frá 51 sveitarfélagi í tengslum við húsnæði fyrir fólk á flótta frá Úkraínu. Flest erindin koma frá Reykjavík eða 144 talsins. Einnig á eftir að vinna úr 67 erindum þar sem oft vantar frekari gögn. Þetta segir Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs. Yfir 500 sótt um vernd Alls hafa 124 einstaklingar með tengsl við Úkraínu komið hingað til lands síðastliðna viku og sótt um alþjóðlega vernd eða tæplega átján á dag. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa samtals 508 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Ef sjö daga meðaltal er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 496 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sæki hér um vernd næstu fjórar vikur. Hægt á skráningum Nichole segir að fyrstu vikuna eftir að Fjölmenningarsetur opnaði fyrir skráningar hafi borist hátt í hundrað erindi á dag en þau séu nú innan við hundrað á viku. Í upphafi hafi fólk í meira mæli boðið fram tímabundin úrræði á borð við herbergi inn á heimilum sínum. Nú sé meira um íbúðir og varanlegt húsnæði sem Nichole segir jákvæða þróun. Hún segir mikilvægt að fólk sem vilji hýsa flóttafólk fylli út eyðublaðið á vefsíðu Fjölmenningarseturs svo starfsmenn geti unnið auðveldlega úr málinu. „Sveitarfélögin eru núna að vinna hörðum höndum að því að kortleggja þjónustu og vinna með okkur. Nú fer af stað svona millibilsúrræði þar sem fólk fær húsnæði frá þremur vikum upp í þrjá mánuði,“ segir Nichole. Í kjölfarið verði hugað að varanlegri úrræðum sem taki betur mið af þörfum hverrar og einnar fjölskyldu. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af fólki á Bifröst Eitthvað hefur borið á gagnrýni á að til standi að koma flóttafólki frá Úkraínu fyrir á Bifröst en þar er um að ræða svokallað millibilsúrræði sem er hugsað fyrir fólk í allt að þrjá mánuði. Nichole gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir hana byggjast á vanþekkingu. „Mér finnst fólk ekki upplýst um móttöku flóttafólks og það getur haft alls konar skoðanir um það, en það veit ekki að núna eru menn að taka saman höndum þvert á stjórnsýslustig, sveitarfélög og ríkið, og þvert á stofnanir, eins og Útlendingastofnun, Fjölmenningarsetur, heilbrigðisstofnanir og lögreglu. Við erum öll að vinna saman að því að kortleggja og passa að það sé þjónusta til staðar þar sem við setjum fólk.“ Bifröst og Borgarbyggð vinni hörðum höndum að því að huga að stuðningi, samgöngum og afþreyingu fyrir flóttafólkið. Nichole segir allt tal um að ekki sé hugað nægilega vel að þörfum flóttafólksins litist af fáfræði. „Í samtölum við ráðherra, félagsráðgjafa sem starfa í þessu og sjálfboðaliða eru allir að huga vel að því að við erum að veita fólki vernd og með vernd er tilheyrandi þjónusta og stuðningur og það er hugsunin alls staðar í kerfinu,“ bætir Nichole við. Skólamál geti reynst áskorun Nichole segir að áhyggjur hafi komið fram hjá sveitarfélögunum af skólaþjónustu og að flóttabörn fái nægilegan stuðning. „Eins mikil áskorun og þetta er þá er fólk að vinna saman og vinna allt sem við þurfum til að vernda þetta fólk.“ Allir séu meðvitaðir um réttindi flóttafólks og að það þurfi á mikilli og fjölbreyttri þjónustu að halda. „Ég trúi ekki öðru en að Ísland muni standa sig vel í þessu.“
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Húsnæðismál Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. 28. mars 2022 15:35 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. 28. mars 2022 15:35
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent