Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 30. mars 2022 10:30 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu. Þessi málflutningur er óábyrgur. Ógnin er raunveruleg. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál en ekki hagsmunamál atvinnurekenda eða bænda. Fæðuöryggi á Íslandi Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi frá 2021 segir að eiginlegt fæðuöryggi íslendinga sé háð 4 meginforsendum; að auðlindir til framleiðslu eru til staðar, að þekking og tæki til framleiðslu eru til staðar, að birgðir eru til að af þeim fæðutegundum sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt og, síðast en ekki síst, að aðgengi að aðföngum fyrir innlenda framleiðslu er tryggt. Staðan er þessi. Innlend matvælaframleiðsla er háð innfluttum aðföngum, svo sem hráefni til fóðurgerðar, áburði, fræjum og olíu. Í því ástandi sem birtist okkur í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu er staðan sú að aðgengi að aðföngum til matvælaframleiðslu er tvísýnt. Þá sérstaklega að hráefnum til fóðurgerðar og áburði til lengri tíma litið. Viðkvæm staða Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur hins vegar litlar áhyggjur. Hann talar um að nægt framboð sé til staðar á aðföngum og aðeins séu verðhækkanir í kortunum. Sjálfur vona ég að hann hafi rétt fyrir sér, en staðreyndin er sú að ástandið í korn- og ábuðraframleiðslu í heiminu er laklegt. Staðan er viðkvæm og það má ekkert út af bregða svo illa fari. Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi kemur fram að ,,stríð eru sennilega sú tegund „hamfara” sem líklegast er að geti á skjótan hátt stöðvað innflutning á fóðri.“ Korn er undirstaðan í dýrafóðri og Úkraína er stærsti framleiðandi korns í álfunni. Almennt er hátt í 40 milljón tonn af korni framleitt í Úkraínu á ári hverju. Í eðlilegu árferði væru úkraínskir bændur að sá fræjum á akra sína en hafa þurft að vopnast og verjast. Sömuleiðis hefur áburður meira en tvöfaldast í verði þar sem Rússland og Hvíta Rússland, sem bæði eru undir viðskiptaþvingunum, spila stórt hlutverk í aðfangakeðju áburðaframleiðslu. Sú hækkun hefur keðjuverkandi og markþætt áhrif á framboð landbúnaðarafurða, þ.a.m. kornafurðum. Svartar sviðsmyndir Skortur á fóðri hér á landi veldur framleiðslustöðvun í eggja-, alífugla- og svínarækt og dregur úr framleiðslu í nautgriparækt, mjólkuriðnaði og að einhverju marki í sauðfjárrækt. Skortur á áburði hefur aðeins hægari áhrif en mun draga smá saman úr framleiðslu á lambakjöti, nautakjöti og mjólk. Varlega áætlað mun uppskera dragast saman um fjórðung á fyrsta ári áburðarleysis. Sjálfur tel ég skynsamlegt að við tryggjum okkur gagnvart mögulegum skorti á aðföngum, olíu, korni, sáðvöru og áburði. Varabyrgðir sem duga að lágmarki til eins árs. Það er mikilvægt að yfirvöld grípi inn í og komi fram með aðgerðaráætlun sem snýr að því að tryggja aðgengi að aðföngum til matvælaframleiðslu ásamt aðgerðum til að bregðast við miklum verðhækkunum við framleiðslu til að tryggja afkomu matvælaframleiðenda. Til framtíðar þurfum við að skapa íslenskum bændum sanngjarnari starfsskilyrði, atvinnugreininni og neytendum til hagsbóta. Á sama tíma þurfum við að auka sjálfbærni í fóðurframleiðslu og nýta þau tækifæri sem felast í aukinni kornframleiðslu hér á landi. Með markvissum aðgerðum getum við framleitt allt að 80% af því kjarnfóðri sem við þurfum til innlendrar matvælaframleiðslu. Ólafi er mikið í mun að benda á hið augljósa í umræðunni, þ.e. að lega landsins á norðurhveli jarðar veldur því að við verðum aldrei sjálfum okkur næg, að við getum ekki borðað allan fiskinn sem við veiðum og að stríðsátökin í Úkraínu marka ekki endalok frjálsra heimsviðskipta. Það er allt satt og rétt og enginn sem heldur öðru fram. Hins vegar er skynsamlegt að nýta þá styrkleika og þau tækifæri til framleiðslu sem landið hefur upp á að bjóða. Að stuðla að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu eykur fæðuöryggi. Um það eru sérfræðingar, þjóðaröryggisráð og alþjóðastofnanir sammála um þó svo að Ólafur Stephensen hafi einhverjar aðrar hugmyndir. Fæðuöryggi þjóðarinnar er nefnilega of mikilvægt til að leyfa sérhagsmunum að grafa undan því til að skara eld að eigin köku. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Öryggis- og varnarmál Matvælaframleiðsla Alþingi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu. Þessi málflutningur er óábyrgur. Ógnin er raunveruleg. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál en ekki hagsmunamál atvinnurekenda eða bænda. Fæðuöryggi á Íslandi Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi frá 2021 segir að eiginlegt fæðuöryggi íslendinga sé háð 4 meginforsendum; að auðlindir til framleiðslu eru til staðar, að þekking og tæki til framleiðslu eru til staðar, að birgðir eru til að af þeim fæðutegundum sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt og, síðast en ekki síst, að aðgengi að aðföngum fyrir innlenda framleiðslu er tryggt. Staðan er þessi. Innlend matvælaframleiðsla er háð innfluttum aðföngum, svo sem hráefni til fóðurgerðar, áburði, fræjum og olíu. Í því ástandi sem birtist okkur í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu er staðan sú að aðgengi að aðföngum til matvælaframleiðslu er tvísýnt. Þá sérstaklega að hráefnum til fóðurgerðar og áburði til lengri tíma litið. Viðkvæm staða Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur hins vegar litlar áhyggjur. Hann talar um að nægt framboð sé til staðar á aðföngum og aðeins séu verðhækkanir í kortunum. Sjálfur vona ég að hann hafi rétt fyrir sér, en staðreyndin er sú að ástandið í korn- og ábuðraframleiðslu í heiminu er laklegt. Staðan er viðkvæm og það má ekkert út af bregða svo illa fari. Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi kemur fram að ,,stríð eru sennilega sú tegund „hamfara” sem líklegast er að geti á skjótan hátt stöðvað innflutning á fóðri.“ Korn er undirstaðan í dýrafóðri og Úkraína er stærsti framleiðandi korns í álfunni. Almennt er hátt í 40 milljón tonn af korni framleitt í Úkraínu á ári hverju. Í eðlilegu árferði væru úkraínskir bændur að sá fræjum á akra sína en hafa þurft að vopnast og verjast. Sömuleiðis hefur áburður meira en tvöfaldast í verði þar sem Rússland og Hvíta Rússland, sem bæði eru undir viðskiptaþvingunum, spila stórt hlutverk í aðfangakeðju áburðaframleiðslu. Sú hækkun hefur keðjuverkandi og markþætt áhrif á framboð landbúnaðarafurða, þ.a.m. kornafurðum. Svartar sviðsmyndir Skortur á fóðri hér á landi veldur framleiðslustöðvun í eggja-, alífugla- og svínarækt og dregur úr framleiðslu í nautgriparækt, mjólkuriðnaði og að einhverju marki í sauðfjárrækt. Skortur á áburði hefur aðeins hægari áhrif en mun draga smá saman úr framleiðslu á lambakjöti, nautakjöti og mjólk. Varlega áætlað mun uppskera dragast saman um fjórðung á fyrsta ári áburðarleysis. Sjálfur tel ég skynsamlegt að við tryggjum okkur gagnvart mögulegum skorti á aðföngum, olíu, korni, sáðvöru og áburði. Varabyrgðir sem duga að lágmarki til eins árs. Það er mikilvægt að yfirvöld grípi inn í og komi fram með aðgerðaráætlun sem snýr að því að tryggja aðgengi að aðföngum til matvælaframleiðslu ásamt aðgerðum til að bregðast við miklum verðhækkunum við framleiðslu til að tryggja afkomu matvælaframleiðenda. Til framtíðar þurfum við að skapa íslenskum bændum sanngjarnari starfsskilyrði, atvinnugreininni og neytendum til hagsbóta. Á sama tíma þurfum við að auka sjálfbærni í fóðurframleiðslu og nýta þau tækifæri sem felast í aukinni kornframleiðslu hér á landi. Með markvissum aðgerðum getum við framleitt allt að 80% af því kjarnfóðri sem við þurfum til innlendrar matvælaframleiðslu. Ólafi er mikið í mun að benda á hið augljósa í umræðunni, þ.e. að lega landsins á norðurhveli jarðar veldur því að við verðum aldrei sjálfum okkur næg, að við getum ekki borðað allan fiskinn sem við veiðum og að stríðsátökin í Úkraínu marka ekki endalok frjálsra heimsviðskipta. Það er allt satt og rétt og enginn sem heldur öðru fram. Hins vegar er skynsamlegt að nýta þá styrkleika og þau tækifæri til framleiðslu sem landið hefur upp á að bjóða. Að stuðla að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu eykur fæðuöryggi. Um það eru sérfræðingar, þjóðaröryggisráð og alþjóðastofnanir sammála um þó svo að Ólafur Stephensen hafi einhverjar aðrar hugmyndir. Fæðuöryggi þjóðarinnar er nefnilega of mikilvægt til að leyfa sérhagsmunum að grafa undan því til að skara eld að eigin köku. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun