Hlúum að vöggu skíðaíþróttarinnar! Stefán Pálsson skrifar 27. mars 2022 15:00 Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skíðasvæði Stefán Pálsson Vinstri græn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun