Innlent

Fram­boðs­listi Mið­flokksins í Mos­fells­bæ

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Miðflokkurinn hefur nú birt framboðslistann í Mosfellsbæ.
Miðflokkurinn hefur nú birt framboðslistann í Mosfellsbæ. Miðflokkurinn/Facebook

Miðflokkurinn í Mosfellsbæ hefur birt framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninga í maí. Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri og núverandi bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ leiðir listann.

Flokkurinn náði tæplega 9 prósent fylgi í síðustu sveitarstjórnarkosningum og einum manni inn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Á eftir Sveini Óskari kemur Örlygur Þór Helgason kennari og varabæjarfulltrúi í annað sæti og Sara Hafbergsdóttir rekstrarstjóri situr í því þriðja.

Hér má sjá lisann í heild sinni:

1. Sveinn Óskar Sigurðsson - framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

2. Örlygur Þór Hafbergsson - kennari og varabæjarfulltrúi

3. Sara Hafbergsdóttir - rekstrarstjóri

4. Helga Diljá Jóhannsdóttir - dýralæknir

5. Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir - menntaskóla- og flugnemi

6. Linda Þorgeirsdóttir - matráður

7. Lára Þorgeirsdóttir - kennari

8 .Þorleifur Andri Harðarson - flotastjóri

9. Jón Pétursson - skipstjóri

10. Kristján Þórarinsson - fv. ráðherrabílstjóri og eftirlaunaþegi

11. Friðbert Bragason - viðskiptafræðingur

12. Þorlákur Ásgeir Péturson - bóndi

13. Þórunn Magnea Jónsdóttir - viðskiptafræðingur

14. Herdís Kristjánsdóttir - hrossaræktandi

15. Bjarki Þór Þórisson - nemandi

16. Jón Þór Ólafsson - bifreiðarstjóri

17. Jón Richard Sigmundsson - verkfræðingur

18. Ólöf Högnadóttir - snyrtifræðingur

19. Margrét Jakobína Ólafsdóttir - félagsliði

20. Hlynur Hilmarsson - bifreiðarstjóri

21. Magnús Jósefsson - verktaki

22. Sigurrós Indriðadóttir - bóndiAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.