Sara snýr aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 13:10 Sara Björk Gunnarsdóttir er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. Sara lék sinn fyrsta leik í 372 daga þegar Lyon sigraði Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag. Hún kemur nú aftur inn í landsliðið sem hún hefur ekki leikið með síðan Ísland tryggði sér sæti á EM með 0-1 sigri á Ungverjalandi 1. desember 2020. Sara er fyrirliði landsliðsins og leikjahæst í sögu þess með 136 leiki. Elín Metta Jensen kemur einnig aftur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru. Hún lék síðast með landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi í júní í fyrra. Hópur A landsliðs kvenna sem mætir Hvíta Rússlandi og Tékklandi í undankeppni EM 2022.Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl.Our women's squad for the two matches in the World Cup 2023 qualifying.#dottir pic.twitter.com/UPDN96sK2c— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022 Guðný Árnadóttir snýr sömuleiðis aftur í hópinn eftir að hafa misst af SheBelieves Cup í síðasta mánuði vegna meiðsla. Karitas Tómasdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Ída Marín Hermannsdóttir detta út úr landsliðshópnum sem tók þátt á SheBelieves Cup. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad 7. apríl og Tékklandi í Teplice fimm dögum seinna. Leikirnir eru afar mikilvægir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með níu stig eftir fjóra leiki en Hollendingar í því efsta með ellefu stig eftir fimm leiki. Tékkar eru í 3. sætinu með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki. Kýpur rekur lestina með eitt stig. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
Sara lék sinn fyrsta leik í 372 daga þegar Lyon sigraði Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag. Hún kemur nú aftur inn í landsliðið sem hún hefur ekki leikið með síðan Ísland tryggði sér sæti á EM með 0-1 sigri á Ungverjalandi 1. desember 2020. Sara er fyrirliði landsliðsins og leikjahæst í sögu þess með 136 leiki. Elín Metta Jensen kemur einnig aftur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru. Hún lék síðast með landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi í júní í fyrra. Hópur A landsliðs kvenna sem mætir Hvíta Rússlandi og Tékklandi í undankeppni EM 2022.Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl.Our women's squad for the two matches in the World Cup 2023 qualifying.#dottir pic.twitter.com/UPDN96sK2c— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022 Guðný Árnadóttir snýr sömuleiðis aftur í hópinn eftir að hafa misst af SheBelieves Cup í síðasta mánuði vegna meiðsla. Karitas Tómasdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Ída Marín Hermannsdóttir detta út úr landsliðshópnum sem tók þátt á SheBelieves Cup. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad 7. apríl og Tékklandi í Teplice fimm dögum seinna. Leikirnir eru afar mikilvægir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með níu stig eftir fjóra leiki en Hollendingar í því efsta með ellefu stig eftir fimm leiki. Tékkar eru í 3. sætinu með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki. Kýpur rekur lestina með eitt stig. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira