Sport

Conor handtekinn fyrir ofsaakstur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conor McGregor þarf að mæta fyrir dóm í næsta mánuði.
Conor McGregor þarf að mæta fyrir dóm í næsta mánuði. getty/David Fitzgerald

Írski bardagakappinn Conor McGregor var handtekinn í Dublin á þriðjudaginn vegna ofsaaksturs.

The Irish Independent greinir frá því að Conor hafi brotið hin ýmsu umferðarlög er hann keyrði á rándýrum Bentley-bíl sínum í Dublin í fyrradag. Bílinn, sem er metinn á rúmlega 24 milljónir króna, var gerður upptækur en Conor hefur nú endurheimt hann.

Conor var sleppt úr haldi gegn tryggingu. Hann þarf að mæta fyrir dóm í Blanchardstown í næsta mánuði. Hann mætti fyrir sama dóm fyrir fimm árum og fékk þá sekt fyrir hraðakstur.

Conor hefur dvalið í Dublin að undanförnu og æft stíft fyrir mögulega endurkomu í UFC síðar á þessu ári.

Írinn knái hefur ekki keppt síðan hann tapaði fyrir Dustin Poirer í Las Vegas síðasta sumar. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.

Hér að neðan má sjá myndband af því er lögreglan stöðvar Írann en enginn ofsaakstur var í gangi þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×