Tíska og hönnun

Svona færð þú fallegri áferð með kremkinnalit

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ingunn Sig gefur góð ráð varðandi kremkinnaliti í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu.
Ingunn Sig gefur góð ráð varðandi kremkinnaliti í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu. Undireins

Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í sjötta þættinum talar Ingunn um kremkinnaliti.

Kremkinnalitir geta gefið fallega áferð á húðina ef þeir eru notaðir rétt. Ingunn ráðleggur að ef nota á kinnalitastifti, sé best að nota förðunaráhöld eins og bursta eða svamp. 

„Til að fá fallega áferð af kremkinnalit, varist að nota stifti beint á andlitið.“

Með þessum hætti er auðveldara að blanda vöruna út og fá mýkri áferð. Ingunn sýnir þetta betur í förðunarráði þáttarins sem sjá má hér fyrir neðan. 

Klippa: Snyrtiborðið - Kremkinnalitur

Serum, rakakrem og svo sólarvörn. Þannig hljómar húðrútína leikarans Arons Más Ólafssonar, sem margir þekkja sem Aron Mola. Hann hefur síðustu misseri slegið í gegn í þáttum eins og Svörtu sandar, Verbúð, Ófærð og einnig sem Bubbi í leiksýningunni Níu líf. 

En Aron er líka mikill áhugamaður um húðumhirðu og í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu fá þær Heiður Ósk og Ingunn Sig að heyra allt um málið. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Svona nærð þú að gera fullkominn eyeliner

Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í fimmta þætti talaði Heiður um eyeliner.

Svona heldur þú varalitnum á sínum stað

Það getur verið ótrúlega gaman að setja á sig fallegan varalit. Það er ýmislegt hægt að gera til þess að halda varalitnum fallegum lengur.

Svona lætur þú förðunina endast lengur

Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í þriðja þættinum talar Heiður Ósk um endingu á förðun.

Skrefið sem gerir augun bjartari og meira vakandi

Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í öðrum þætti talaði Ingunn Sig um notkun á ljósum augnblýanti sem mikilvægt skref í förðun. 

„Hyljari er ein af mínum uppáhalds vörum“

Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í fyrsta þættinum talar Heiður Ósk um hyljara. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.