Besta lið NBA-deildarinnar mætir laskað til leiks gegn meisturum Milwaukee Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 11:15 Chris Paul verður ekki með Suns í kvöld. AP Photo/Matt York Klukkan 20.30 mætast NBA-meistarar Milwaukee Bucks og það lið sem er með bestan árangur til þessa í deildinni, Phoenix Suns. Hér gæti verið um að ræða liðin sem munu leika til úrslita í vor en Suns mætir hins vegar laskað til leiks í kvöld. Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Milwaukee Bucks er sem stendur í 3. sæti Austurdeildar með 39 sigra eftir 64 leiki, líkt og Chicago Bulls. Það virðast flestir sérfræðingar vera á því að Miami Heat endi í efsta sæti Austursins en það væri glapræði að vanmeta meistara Milwaukee Bucks. Liðið vann góðan sigur á Bulls í síðasta leik og lagði áðurnefnt Miami í leiknum þar á undan. Í kvöld er svo leikur gegn besta liði NBA-deildarinnar á dagskrá. Sigur hér gæti komið liðinu heldur betur af stað en stærstu lið deildarinnar eru nú að skipta um gír og farin að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Leikmenn Bucks eru að slípast betur saman og það er ljóst að lið með Giannis Antetokounmpo er til alls líklegt. Þá er Jrue Holiday með vanmetnari leikmönnum deildarinnar, Khris Middleton er betri en flestir og gamla brýnið Brook Lopez er svo þarna til að miðla reynslu. Giannis í leik gegn Suns í febrúar.Chris Coduto/Getty Images Suns eru á sama tíma í efsta sæti Vesturdeildar með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið er hins vegar án tveggja sinna sterkustu manna, þeirra Chris Paul og Devin Booker. Það breytir þó ekki því að mögulega erum við að fá sjá þau tvö lið sem munu spila til úrslita í NBA-deildinni í vor. „Það er alveg möguleiki að við séum að sjá liðin sem eru að leika til úrslita í NBA-deildinni í vor en þau verða ekki þannig skipuð. Chris Paul er meiddur á hendi og kemur aftur eftir svona mánuð. Þá er Devin Booker með veiruna skæðu. Booker verður ekki heldur með í kvöld.Christian Petersen/Getty Images Það er ekkert ólíklegt að við fáum Suns og Bucks í úrslitum en þetta er ekki Suns-liðið sem mun spila í úrslitakeppninni,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérlegur körfubolta sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.30. Það verður spennandi að sjá hvað Sólirnar gera án sinna heitustu manna. Hirtirnir frá Milwaukee virðast í fantaformi eftir tvo magnaða sigra í röð. Að leggja besta lið deildarinnar myndi sýna og sanna að liðið er meira en tilbúið í að verja titil sinn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn