Tryggvi Snær: Þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 10:00 Tryggvi Snær Hlinason fagnar hér góðum úrslitum hjá íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Með honum er Pavel Ermolinskij sem er kominn aftur inn í landsliðið. Vísir/Bára Dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður í eldlínunni í kvöld þegar liðið leikur sinn fyrsta landsleik á árinu 2022. Tryggvi Snær Hlinason og félagar gætu þar stigið stórt skref í átt að því að komast upp úr sínum riðli í undankeppni HM. Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins