„Held að við höfum verið mjög pirrandi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 23:12 Tryggvi Snær Hlinason fagnar sigrinum með áhorfendum sem sýndu honum mikla ást í kvöld. VÍSIR/Bára Dröfn „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum