„Held að við höfum verið mjög pirrandi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 23:12 Tryggvi Snær Hlinason fagnar sigrinum með áhorfendum sem sýndu honum mikla ást í kvöld. VÍSIR/Bára Dröfn „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Ísland hefur þar með unnið Ítalíu og Holland en tapað fyrir Rússlandi í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og komið sér í afar góða stöðu. Ítalir urðu í 5. sæti á Ólympíuleikunum í fyrra. „Þetta er lið sem er í topp fimm í Evrópu og þó að þeir séu ekki með sína bestu menn eru þeir með hörkugott lið en við náðum að gera það sem við ætluðum okkur; berjast eins og enginn væri morgundagurinn og sækja sigur,“ sagði Tryggvi. Klippa: Tryggvi eftir sigurinn á Ítölum Þessi stóri og stæðilegi Bárðdælingur átti magnaðan leik á báðum endum vallarins og endaði til að mynda með 34 stig og 21 frákast, auk þess að verja fimm skot og fiska fullt af villum. Það leyndi sér ekki hvað Ítalirnir voru orðnir pirraðir á að eiga við hann: „Við reynum bara að vera pirrandi. Ég sagði fyrir leikinn að við ætluðum að vera ógeðslega pirrandi í dag og ég held að við höfum verið mjög pirrandi. Maður sá það á Ítölum að þeir voru ekkert glaðir með að spila við okkur og ég held að það séu fá lið,“ sagði Tryggvi. „Fékk ást frá alls konar fólki“ Ísland var með yfirhöndina nær allan leikinn en það hlýtur að hafa farið um menn þegar leikurinn fór í framlengingu? „Mér leið mjög vel í þessum leik og fannst alltaf eins og við værum með þetta á góðum stað. Svo þurftum við bara að klára þetta vel í lokin og það gerðum við, eins og ég vildi sjá okkur gera. Var þetta ekki bara spennandi? Þetta var bara gott fyrir fólkið sem er að horfa á leikinn,“ sagði Tryggvi en fólkið í Ólafssal leyndi ekki aðdáun sinni á kappanum og heyra mátti ástarjátningar frá stuðningsmönnum: „Það var mikil ást. Það var mikið af fólki hérna og maður fékk ást frá alls konar fólki. Það er náttúrulega alltaf gaman, og alltaf gaman að koma heim og spila fyrir Ísland. Það gerir extra mikið fyrir mann,“ sagði Tryggvi, sáttur með sitt framlag: „Það er alltaf gaman að standa sig vel. Ég er samt svo gleyminn að ég gleymi alltaf öllu sem gerist. Það gekk samt vel hjá mér í dag, við spiluðum vel á móti þeim og það var erfitt fyrir þá að stoppa mig og fleiri. Við búum til svæði fyrir hvern annan og náum að sprengja þá upp.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira